Allt að fara fjandans til
12.12.2008 | 18:14
Síðustu 2 mánuði hafa dunið á mann fréttir sem gefa manni ekki tilefni til bjartsýni með áframhaldandi fjárhagslegt sjálfstæði meirihluta þjóðarinnar. Maður sér fyrir sér hrun samfélagsins eins og það er í dag.
Gengislækkun krónunnar, uppsagnir, hækkun vöruverðs, vaxtahækkanir ofaná hækkun vísitölutengdra lána, og enn sér ekki fyrir endann á því bölæði sem er að dynja á íslendinga. Helstu aðgerðir stjórnvalda er að hækka skatta og draga úr þjónustu sem bitnar á þeim sem síst skildi.
Fórnarlambið eru hinn almenni borgari sem reynir af besta megni að draga fram lífið dag frá degi. Sá hinn sami sem fékk eingöngu nasaþef af þeirri uppsveiflu síðustu ára þar sem öfgar í lifnaði þeirra sem mesta kjötið fengu úr súpunni fóru sem hæst.
Líkleg afleiðing verður mikil aukning fátæks fólks sem rétt nær að skrimta af þeim afgangi launa sem þau fá ef svo lánsöm að hafa atvinnu.
Ráðamenn hafa algerlega misst nokkuð sem heitir tengsl við hið raunverulega líf vegna eigin verðmats sem byggir á velmegun sem þeir hafa skammtað sér í gegnum starf og tengsl. Og því er ólíklegt að þeir komi nokkru frá sér til að forðast ástand það sem ísland, með litlum staf, siglir með hraðbyri inní.
Ástand það sem ég er ansi hræddur um að verði er að skipting auðvalds verður miklu mun meiri en er í dag (nægt var það fyrir) og gríðarleg fátækt hjá stórum hluta þjóðarinnar. Í það minnsta hjá þeim sem eftir sitja því fólksflóttinn verður mikill. Aukning skulda ásamt minni tekjum gerir það að verkum að fólk hreinlega nær sér ekki úr því feni. Minni tekjur þýðir einnig minni neyslu og í framhaldi hrynja fyrirtæki sem sinna innanlandsmarkaði.
Maðurinn er þannig gerður að mun gera allt sem hann getur til að lifa. Undirheimamenning mun verða sterkari með sínum glæpum og svartamarkaðsbraski. Lögmál frumskógarins. Skipulögð glæpastarfsemi mun ná yfirráðum og styrkjast með hinu illa sem henni fylgir.
Sjálfsmat þjóðarinnar er þegar að hruni komið og ekki er langt að bíða að siðferði falli hjá mörgum. Þegar er farið að bera á fleiri þjófnuðum þar sem fólk er eingöngu að næla sér í nauðsynjar. Stutt er í ofbeldi hjá fólki því ólga liggur sterk innanbrjóst og þarf lítið til að hún brjótist út.
Ég held enn auðvitað í vonina. En því meira sem traðkað er á almúganum úr öllum áttum því meir minnkar mín von að þjóðfélagið nái sér úr þessu ástandi innan fárra mánaða eða ára. Tel það frekar í áratugum.
Bloggar | Breytt 2.1.2009 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hópslagsmálum ? Við skemmtistaði ?
30.11.2008 | 15:54
Er kannski eitthvað einfaldur en ég skil ekki fréttina alveg. Voru mörg hópslagsmál í gangi og þá staðsetningin við hina ýmsu skemmtistaði?
Ég smellti á þessa frétt og bjóst alveg eins við að allt hefði verið logandi í slagsmálum í miðbæ Reykjanesbæjar en þetta kemur bara út eins og einhverjir pústrar hafi orðið sem leystust mjög fljótt.
Síðan áttaði ég mig á að það var ekki verið að tala um Reykjanesbæ heldur bæjarfélagið "Suðurnes" sem ég kannast reyndar ekki við að sé til. Voru slagsmál þá út um öll Suðurnesin, í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum?
Engin "teljandi" meiðsli kemur síðan. Hvað er teljandi meiðsli. Svöðusár eða stoltmissir? Og dregur það ekki enn úr alvarleika slagsmálanna og þá fréttarinnar að engin meiðsl urðu, ef maður dregur þann skilning úr þessu?
Dæmi þetta því sem "ekki frétt" og alger óþarfi að birta hana nema betri upplýsingar fylgi henni.
edit:: Það hefur þó verið bætt úr með því að setja inn Reykjanesbæ. Það er þó gott
Hópslagsmál á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hátíðarræða ?
27.11.2008 | 12:15
Kannski slæmt orð yfir þá ræðu sem Katrín hélt á mótmælafundinum. Frekar tækifærisræða, til þess gerð að hún falli vel í þá mótmælendur sem á hlýddu.
Því meira sem fagnað var orðum ræðumanns því harðorðaðri varð hún og kemur með ýmsar misvaldar setningar. Í hita leiksins er ekki ólíklegt að hún missi sjónar á staðreyndum en þess í stað komi sterkt inn órökstudd mat hennar á aðstæðum séð frá tilfinningum.
Mjög skiljanlegt því fáir eru þeir íbúar landsins sem sitja rólegir yfir þeim aðstæðum sem hent hafa okkur íslendinga. Og ekki batnar ástandið við litla sem enga haldbæra upplýsingagjöf ásamt því að það virðist sem sama liðið innan fjármálageirans, sem kom okkur í þessa slæmu stöðu, sé þar enn að hræra í "nýja" pottinum og í leiðinni að skenkja sér og sínum bestu bitana.
Ég skil vel að nemar innan lagadeildar HR séu ekki ánægðir með athyglina sem Katrín og ræða hennar hefur fengið. Þó ég sé ekki lögfræðimenntaður þá var svo gríðarlega margt sem var í ræðu hennar "út úr kú" að það hálfa væri nóg og langt frá nokkru sem kallast getur lögfræðiálit.
Háskólinn í Reyjavík hefur minn stuðning í þessu máli öllu því eins og kemur fram í yfirlýsingu þeirra, þá er ræða Katrínar birt undir "HR-ingar í fjölmiðlum" og þar með ekkert óeðlilegt að á þennan atburð sé minnst og þá sérstaklega hennar hluti af honum.
Ræða Katrínar ekki tekin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáum kosningar, nýjan gjaldmiðil....
12.11.2008 | 13:17
...og meðan við stöndum í því af hverju ekki að stofna bara nýtt lýðræðisríki. Gefum Ísland upp á bátinn. Hugsanlega að brjóta upp landið í mörg smáríki og kalla síðan landið Bandaríki Íslands.
Ég skil ekki alveg hvað fólk er að hugsa í þessari skelfilegu aðstöðu sem Ísland er komið í. Trúandi því að útskipti á ráðamönnum eða upptaka annars gjaldmiðils muni snúa þessari stöðu við á augabragði, eins og staðan er akkúrat núna.
Heldur fólk virkilega að ástandið batni ef einhverjir aðrir innlendir stjórnmálamenn taki við stjórnartaumunum ? Að þeir hafi einhvern möguleika að gera eitthvað meira og betur ? Það er alls ekki á það bætandi við ástandið að rjúka í kosningar. Við vitum öll hvað fylgir svoleiðis ásamt því að kosning og umskipti stjórnsýslu fer ekki fram á einhverjum dögum heldur vikum og mánuðum.
Það virðist vera, samkvæmt mínu mati , að það sem er að grafa mest undan okkar þjóðfélagi eru þessir sparifjárreikningar í útlöndum og túlkun um hverjir beri ábyrgð á útborgun úr þeim. Á meðan ekki er leyst úr þeim vandamálum þá fáum við engan stuðning frá þeim löndum þar sem fólk hefur tapað fjárhæðum.
Og á meðan það er ekki gert þá eru hendur stjórnar Íslands, sama hver kæmi þar inn, bundnar. Mig grunar að fæstir vilji sjá að látið verði eftir kröfum breta og hollendinga sem myndu setja þjóð okkar í skuldbindingar til áratuga. Og ef gefið verður eftir þar þá fylgja hin löndin eftir með sömu kröfu.
Haldist í hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Segir meira um stjórnendurna...
7.11.2008 | 22:41
...og nota bene um útrásavíkingana. Þriðja dauðasyndin hefur hreinsað burt allt eðlilegt siðferði úr þessum mönnum og þeim var sama um starfsmenn og viðskiptavini.
Ætli víkingarnir gráti hvernig er komið fyrir íslensku þjóðinni um þessar mundir. Held að tilbiðsla þeirra á Mammon sé mun sterkari en nokkur sektarkennd yfir þeirra hlut á ástandi okkar um þessar mundir.
Einkennilegt samt að upplýsingafulltrúinn hafi ekki komið fyrr fram með þetta, þá sérstaklega áður en félagið fór opinberlega á hliðina. Hefði hugsanlega getað forðað einhverjum viðskiptavininum mikil vandræði.
Jæja, þá kom ég smá útloftun á mínu 'pirri' yfir ástandinu frá mér. Líður strax betur
Rekin fyrir að segja ekki ósatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þarna er komin ástæðan fyrir hruni bankanna
20.10.2008 | 16:44
Í það minnsta ef menn horfa á þetta útfrá ósönnuðum samsæriskenningum.
Getur hugsanlega verið, að vegna dræms áhuga frá íslensku þingmönnum í september, þá hafi ESB og þau ríki innan þess tekið sig saman og hrint af stað atburðarrásinni með því að loka fyrir lánalínur til Íslands og íslenskra banka ? Tilgangurinn auðvitað að neyða okkur til viðræðna og aðildar. Og fá þá í leiðinni óheftan aðgang að fiskimiðunum og náttúrulegri orku.
Enda ef myndin af Olla er skoðuð þá er hann ansi ísmeygilegur á svipinn.
Langsótt en maður spyr sig. Þó tel ég persónulega að tilgangurinn hafi verið að draga okkur neðar í listanum yfir ánægðustu þjóðir heims. Þar höfum við verið öfundsverð til fjölda ára.
"Vill reyndar taka fram, svo gæti ekki misskilnings, að ofanritað er bull og þvæla og ætti alls ekki að taka alvarlega. Ef svo óheppilega vill til að skapi milliríkjadeilu vegna lélegrar þýðingar þá frábið ég að hafa nokkurn tíma skrifað eða hugsað þetta"
Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar tveir deila.....
25.9.2008 | 16:35
....hefur þá aðeins einn rétt fyrir sér ?
Ég viðurkenni að hafa ekki sett mig inní þetta mál þegar það hófst. En ég hef þó undanfarið aðeins lagt á mig að skoða það frá ýmsum hliðum.
Ég geri mér grein fyrir, ég hef nú fleiri en eina heilafrumu, að sá rekstrarhalli sem á embættið hefur bæst er vel skiljanlegur. Aukin glæpatíðni á Suðurnesjum og í framhaldi sú vinna sem lögð var fram í að vinna á henni kostaði örugglega dágóðann skilding.
Það er því erfitt að sjá að það sé vegna kostnaðarauka sem þessi nýjasta útfærsla ríkisins og þá Björns er, með því að aðskilja embættin, því ef ég þekki stofnanir ríkisins rétt þá þarf við hvert nýtt embætti nýjan yfirmann, undirmann ásamt starfsfólki umhverfis stjórnendur. Aukning mannforða hefur hingað til ekki verið til sparnaðar, í það minnsta samkvæmt mínum útreikningi. Sem er reyndar ekki til að hrópa húrra fyrir ef teknar eru einkannir úr skóla.
Það er frá mér séð alveg greinilegt að Björn Bjarnarson er að framkvæma þessar breytingar að eigin geðþótta, reyndar hans hlutverk sem ráðherra að gera breytingar þar sem þess er þörf innan hans ráðuneyti, en þessi nýjasta ákvörðun ER hans útspil til að losa sig við Jóhann.
Eftirfarandi setning segir allt sem segja þarf um Björn og hans aðkomu í þessu máli, og ekki annað að sjá en að sé nett skot á Jóhann:
Óbeint er Björn að segja að Jóhann sé enn í fýlu vegna eigin launamissis sem átti sér stað við sameiningu embættanna 2007 og sé að einhverju leiti ástæða uppsagnar hans núna. Í það minnsta skil ég þessa setningu þannig.
En það er víst hægt að lesa ýmislegt úr orðum og setningum. Í það minnsta er það að sjá á svörum og mótsvörum í þessu máli öllu. Þannig að það er hugsanlegt að þegar tveir deila þá hafa báðir rétt fyrir sér.
En ég verð samt að segja að frá mínum bæjardyrum séð þá kemst Jóhann með mun meiri reisn frá þessu máli öllu. Í það minnsta hingað til.
e.s.
Vill samt hrósa Birni fyrir að halda úti bloggi um sín störf.
Jóhann er toppmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Neikvæðni
6.9.2008 | 11:32
Í svona stóru bæjarfélagi þar sem einnig hefur fjölgað vegna gesta úr öðrum byggðarlögum, þá finnst mér "slagsmál og pústrar, en engin er alvarlega slasaður" ekki merkilegt. Eða að eingöngu 4 hafi gist fangageymslur. Ekkert verra heldur en venjulega helgi.
Ég skoðaði mbl.is í gærkveldi og sá enga frétt af Ljósanótt þar, né heldur í morgun, nema auðvitað þessa frétt sem reyndar var ekkert eyrnamerkt hátíðinni .
Hefði ég gjarnan viljað sjá einhverja umfjöllun um þá atburði sem tengdust dagskrá hátíðarinnar heldur en eitthvað svona, en verð víst að sætta mig við það að sumir fréttamenn hafa eingöngu áhuga á að fjalla um neikvæða hluti
Vil ég koma með smá viðbót á fréttina sem birtist á vef Víkurfrétta um sama hlut. Mjög keimlík og frétt mbl.is en áframhald er á greininni:
"Lögreglumenn voru mjög sýnilegir á hátíðarsvæðinu í gær, klæddir neonlitum vestum. Miðað við þann mikla fólksfjölda sem var við hátíðarhöldin við Ægissvið í gærkvöldi þá var óverulegur fjöldi með áfengi í hönd. Umræða sem og áskorun til foreldra og fjölskyldufólks um að gera hátíðina að fjölskylduvænni hátíð virðist vera að skila sér."
Fréttin í heild er hér: Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar
Hugsanlega liggur munurinn á að það er heimamaður sem skrifar fréttina á vef Víkurfrétta.
Annríki hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)