Færsluflokkur: Fréttablogg

Hentistefna

Til að byrja með, þá skal ég fúslega viðurkenna að hafa kosið annan af þeim flokkum sem sitja við stjórnvöllinn.  En ástæða þess var í engu tengd aðildarviðræðum ESB heldur var það tengt fjármálum og atvinnuuppbyggingu.  Tel ég að stór hluti þeirra sem kusu þessa tilteknu flokka hafi haft sömu hluti sem fremstan í sinni ákvörðunartöku.

Það er því mjög pirrandi að lesa og heyra hina ýmsu þingmenn gera mér skoðanir og ástæður af mínu vali. 

Persónulega hef ég ekki gert upp hug minn varðandi ESB en var á árum áður frekar hlynntur.  Ástæða þess var að ég var komin með nóg af íslenskum stjórnmálamönnum og treysti mun frekar evrópskum skriffinnum heldur en eiginhagsmunapoti og sjálfumgleði fyrrnefndu.

 Vigdís Hauksdóttir og hennar skoðanabræður/systur eru farin að hjálpa ansi mikið til að þessi gamla skoðun mín sé að fá endurlífgun.


mbl.is ESB-stefnan var kosin burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nýtt (tengill að fyndnu myndbandi)

 

Smella á skjá, virðist ekki spila beint á bloggi.

 

 


mbl.is Kyssast í gegnum netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi frétt sönn ?

Þessi borgarastyrjöld er hrikaleg. Og þá sérstaklega þegar horft er til þeirra aðila sem eru helstu fórnarlömb almennt í styrjöldum. Saklausir borgarar.

Ég rita þetta þó ekki útfrá skoðun minni á þeirri styrjöld sem geisir í Sýrlandi. Hef heldur ekki nægilegar upplýsingar til að byggja skoðun á.

En færslan snýr að upplýsingagjöfinni.

Fjölmiðlar hafa í nokkrum mæli (tala nokkuð frjálslega um nokkurn) verið notaðir til að hafa áhrif á almenna skoðun í allt öðrum tilgangi en að flytja okkur staðreindir. Við höfum nú ekki farið varhluta af því hér á okkar skeri og nægir að nefna nýliðnar forsetakosningar.

Hagsmunaaðilar geta stýrt umræðu asni vel, að ég tali ekki um ef vel skipulagt og hagsmunir þeim mun stærri. Samkvæmt mínum skilningi eru hagsmunir tengt þessum átökum ansi stórir og koma þar að áhrifamestu þjóðir heims. Án þess að leggja í mikla vinnu til að kanna áreiðanleika frétta tengt þessum átökum þá hef ég séð ansi mikið sem setur spurningamerki við fréttaflutning sem berst frá þessu landsvæði. Sem dæmi þá las ég frétt um fjöldagröf á Sýrlandi. Mynd sem notuð var til staðfestingar var gömul, hafði birst áður, og var frá átökunum í Írak.

Tilkynning um atburð þann sem frétt fjallar um kemur frá "SYRIAN OBSERVATORY FOR HUMAN RIGHTS" (skammstafað SOHR), samtök undir forystu eins manns staðsett á heimili hans í Coventry á Englandi . Hefur hann ávallt verið hallur undir uppreisnarmenn og hefur ekkert leynt því. En hversu trúverðugar eru þá fréttir sem berast frá honum ? Ekki fylgir neitt til staðfestingar þessari tilteknu frétt, bara tikynning frá þessum samtökum, en samt lendir frétt sem aðal frétt.

Eins og kem að snemma, þá hef ég ekki sterka skoðun á þessum átökum sem slíkum, veit ekki hvor er "góði kallinn" enda hef ekki aðgang að þannig upplýsingum. En er það ekki mergur málsins. Það er trúverðugleiki þeirra upplýsinga sem eru lagðar fyrir augu manns.


mbl.is Handtóku og myrtu tugi ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau eru sérstök þessi tryggingafélög...

...varðandi bætur og smáaletrið.

Hef litla sögu af þeim þar sem aðili mér tengt lenti í því að myndavélataska, með Canon myndavél og linsum, "hvarf" innan komusals í Leifstöð.  Komst aðilinn ekki að því fyrr en farangri var tæmt var úr bifreið eftir heimkomu sem nota-bene var í tæplega 10 mínútna akstri frá flugstöð.  Síðasta minning af tösku var að hún var sett á handfang töskukerru í komusal. Var farangri rétt hent inná heimili og brunað til baka til að athuga hvort taskan væri enn óhreyfð eftir viðskil eða fjarlægð af öryggisvörðum.

 Hvorki tangur né tetur fannst af töskunni né innihaldi hennar af starfsmönnum í Leifstöð þrátt fyrir (að sögn)mikla skoðun og leit.

Hægt væri að byggja upp athyglisverðar umræður um hversu gott "eftirlitið" er í raun innan flugstöðvar því þrátt fyrir myndavélakerfi og upptökur því tengt sást ekkert sem gat leyst úr þeirri ráðgátu um hvað varð um töskuna þó eftir því væri leitað í nokkra sólarhringa eftir atburð.

 Aðilinn var tryggður gegnum bæði kort og sér tryggingu varðandi farangur þar sem sérstaklega var tilgreint myndavélar eða önnur tæki.  Til að byrja með var tilkynnt um þetta tap til þeirra aðila sem taskan var tryggð hjá.  Svar barst og óskað eftir útlistun á þeim hlutum sem voru í tösku ásamt því að tilkynna til lögreglu hvarfið sem var gert jafnóðum og samviskulega.  Leið og beið en ekkert heyrðist frá tryggingunum.  Þegar leitað var til þeirra varðandi stöðu mála þá kom bomban.

"Þú varst ekki lengur í ferðalagi þegar taskan tapaðist, þú varst komin til Íslands, og því ekki lengur undir skilmálum ferðatryggingar. Þess vegna færðu þetta ekki bætt"

"Óóóókey....en hérna...ég er með heimilistryggingu.  Bætir hún ekki svona tjón ?"

"Undir venjulegum aðstæðum já...en því miður nær hún eingöngu yfir tjón sem verður innanlands...þú varst tæknilega ekki komin til landsins fyrst þú varst enn í komusalnum þegar tapaðir töskunni"

Þannig að séð frá tryggingunum þá er til tómarúm á Íslandi þar sem fólk er algerlega undir eigin ábyrgð...aðspurðir þá hafa þeir ekki neina sérstaka tryggingu fyrir þetta umrædda svæði þar sem þú ert  hvorki staddur eður ei á landinu.

Þetta að ofan er einföld útgáfa af atvikum tengt máli, hafði tekið um 2 mánuði frá hvarfi tösku, en það endaði með uppgjöf hjá fyrrverandi eiganda tösku enda hafði farið tími og fyrirhöfn í málið.  Sá aðilinn ekki framá lausn án lögfræðiaðstoðar og fannst fyrirhöfnin né mögulegur kostnaður því tengt þess verður að standa í frekari pústrum vegna þessa.  Sem var líklegast það sem tryggingafélagið vonaðist eftir.

Þess má geta í lokin að undan þrýstingi færsluritara þá sagði aðilinn þó upp tryggingasamningi við tiltekna félagið og færði til annars...án hinna ýmsu tryggingarpakka sem líta vel út í bæklingum en væri í raun hægt að kalla féflettingu svo ekki sé tekið harðar til orða.


mbl.is Hefði hugsanlega fengið bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteisi kostar ekkert...

...en gefur ekkert nema gott af sér.

Mín reynsla af starfsfólki Spalar sem tekur við gjaldi hefur hingað til verið mjög góð, ekkert nema góðvild og kurteisi sem mætir manni, sama á hvaða tíma sólarhrings maður á ferð þar í gegn.

Sumt fólk er bara þannig innrætt að það finnur ávallt þörf á að skeyta skapi sínu á þann sem er næstur og oftar en ekki eru það persónur sem hafa ekkert með málið að gera né lítið sem ekkert sagt á móti vegna hættu á uppsögn. Dæmin eru endalaus og hef ég orðið vitni að fólki sem húðskammar starfsfólk við kassa í matvörubúð vegna hækkunar vöruverðs.

Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Gömul lífsspeki sem á vel þó mörg séu árin síðan voru rituð. Orð sem ansi margir mættu taka sér til fyrirmyndar.


mbl.is Sýna dónaskap og dólgshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tonnið ?!?

Ér búinn að vera í langri pásu af bloggi en fann mig verða að segja mitt í þetta sinn.

Þegar talað er um verð á olíu þá hef ég heyrt áður talað um verð á tunnu, sem í sjálfu sér er ekki einkennilegt sem slíkt og hef heyrt þá orðun ansi lengi og hjá öðrum þjóðum. Tunna tekur ákveðið magn í gallon sem er mælieining sem notuð er í nokkrum löndum fyrir vökva.  Auðvelt að umfæra.  En við greiðum samkvæmt lítra.  Eyðsla bíls er reiknuð samkvæmt lítra.  Hvað hefur heimsmarkaðsverð bensíns hækkað per lítra ?

En nú er komin viðbót á flækjuna og ekki hef ég heyrt eftirfarandi notað áður sem afsökun (rök ?) fyrir hækkun. Að "tonnið" hafi hækkað ! Tonnið ?!? Síðan hvenær hefur þyngd, og hvað þá svona mikil, verið notuð sem viðmið á hækkun á vökva? Er það kannski til að talan hljóði það sláandi há ? Hækkun um 44 dollara lítur betur út en mun lægri tala.

Það er auðvitað hægt að finna út hver hækkunin hefur verið úr þyngd í vökva með reikniaðferðum, nota eðlisþyngd olíu margfaldað með jari-jari-jar. Er ekki reikni-mæstró og skil þann hluta eftir til þess betri gerða menn.

En einhvern veginn finnst mér eins og þarna sé verið að flækja málin til að réttlæta hækkanir og þarna notað aðrar einingar til þess.

Og nú er svo komið að stjórnvöld eru orðin það háð tekjum sem skapast af skattheimtu eldsneytis að áhuginn fyrir nokkurs konar inngripi minnkar með hverri hækkun.


mbl.is Segir full rök fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

banki segist vilja "endurreisa"

Er nokkur maður hissa á þessari hegðun hjá viðkomandi banka.   Eru eingöngu að gera það sem aðrir bankar hafa verið að gera.

Aðkoma þeirra við þá sem þeir ekki þekkja né treysta (ert ekki JóBó-i) er þannig að skuldari skal borga hverja einustu krónu með vöxtum, verðbótum og þjónustugjöldum.  Samningaferlið gengur eingöngu útá í hversu langan tíma skuldari mun greiða.  Helst skal það vera þannig að það mun stöðugt berast greiðsla til bankans, hversu vel eða illa gengur í rekstri, í eins langan tíma og mögulega er hægt.  Enda þannig búið að tryggja stöðuga innkomu til bankans til margra ára og jafnvel áratuga.

Í einhverjum tilfellum, eins og því sem lýst er í frétt, spyrna stjórnendur við og óska eftir leiðréttingu en ekki að samningar séu einhliða útfrá hagsmunum lánadrottins.  Þá er fátt sem kemur til greina hjá bankanum en að koma stjórnendum frá.  Koma sínum starfsmönnum í framhaldi inn til að reka félagið tímabundið.  Fyrirtæki í rekstri er jú verðmætara en húsnæði með dauðaþögn þeirri sem fylgir lokaðri starfsemi.  Að lokum fá "JóBó-ar" það í hendur á fínum afslætti því (frá augum bankans) eru það einu mennirnir sem hafa einhvern aur, þekkingu og vilja til að reka fyrirtæki.  Ekki má gleyma því að þá munu "JóBó-arnir" halda áfram að skipta við bankann.

Að öllum líkindum hefðu bankamenn fengið svipað ef ekki meira inn með því að semja við upphaflegan skuldara og fellt niður hluta af stökkbreyttu lánunum.  En það má ekki því annars koma aðrir í kjölfarið og heimta sömu meðferð.

Ég er ekki að segja að þetta sé vegna spillingar.  Að mínu mati trúa stjórnendur bankanna algerlega og með frið á samviskunni að séu að gera rétt.  En málið er að fyrringin hjá þeim er alger og er þeim fyrirmunað að horfa á heildarmyndina og forðast eignamynstur eins og var orðið fyrir hrun. 

Þetta eru jú sömu mennirnir sem eru innanhús í bönkunum nú og voru þar í 2007 veislunni.  Er kannski verið að dúkleggja fyrir aðra ?  Hugsanlega...en líklegast með mun færri boðsgestum.


mbl.is Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotgrafirnar eru á mörgum stöðum

Skotgrafir flokka eru greinilega á mörgum stöðum innan þjóðfélagsins en ekki eingöngu innan alþingis.

Mjög gaman, eða hitt þó heldur, að fylgjast með svona 'baráttu' innan BÍ þar sem greinilegt er (frá mér séð) að hin mikla vinstri-mær og hennar 'cronies' notfæra sér efnahagsástandið og þá vantraust við allt sem tengist fjármálum til að draga úr trúverðuleika mótherja síns í formannsslagnum.

Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef enga hugmynd um stjórnmálaskoðun framkvæmdastjórans enda er þetta mun frekar gagnrýni á 'verðlaunablaðamannin' (sem ég hef gagnrýnt áður en þá vegna illa unninar fréttar sem 'nota-bene' sneri ekki að pólitík) og hennar nálgun í þessu máli.

Hennar pólitísku skoðanir eru vel þekktar þeim sem vilja komast að.  Þær ættu í sjálfu sér að skipta litlu máli almennt.  En þarna skín í gegn aðferðafræði samflokksmanna sem nota 'auðvalds' stimpilinn til að gera þá sem ekki fylgja skoðunum þeirra tortryggilega.

Gjörðir hennar og orð eru eins og að segja: "Ég vill bara vera viss um að hann hafi ekki stolið hlutnum eða svikið hann út, er ekkert að ásaka hann um þjófnað eða svik".

Hvernig er hægt að búast við "nýju Íslandi" þegar þjóðfélagið virðist ennþá sýkt af pólitískum skotgröfum og valdsýki.


mbl.is Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það sem lá mest á ?

Best að byrja á því að ég er ekki að koma að þessum málaflokki þar sem hann getur verið nokkuð eldfimur ef maður setur hluti ekki rétt fram eða orðar vitlaust.

Það sem ég set spurningu við er að komið er fram með hin og þessi mál hjá sitjandi ríkisstjórn sem koma fjarhagsvandamálum heimilanna og málum tengt bankahruninu ekkert við.  Þó var það yfirlýst hjá þessari "reddinga-stjórn" að það væri það eina sem væri á oddinum en önnur mál gætu beðið þeirrar stjórnar sem sæti eftir kosningar, nema væru mál sem tengd væru samningum og samþykktum sem þegar voru á borðinu og ekki var hægt að bíða með ákvarðanir þeirra.

Þetta kannski veiðir einhver atkvæði. Whistling

 


mbl.is Kaup á vændi verði refsivert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga eða ekki

Ég fyrirlít ofbeldi almennt, hvort sem er líkamlegt eða andlegt.  Þarf víst að taka þetta það fram því sumir bloggarar telja allt sem tengist stuðningi við þessa yfirlýsingu móður drengsins vera samhengt við að dásama ofbeldi.  Reyndar er sumt sem bloggarar hafa skrifað tengt þessu máli öllu (sem nota bene lýsa í leiðinni andstöðu við ofbeldi) hægt að taka sem andlegu ofbeldi í garð aðila sem tengjast málinu.

Móðirin hefur nú komið með greinagerð til að skýra mál sitt og tekur fram í greininni að hún sé gegn því ofbeldi sem átti sér stað í báðum tilfellum.  Ég get ekki séð að hún sé að afsaka nokkurn mann heldur frekar að reyna skíra atburðarrás og finnst tilneydd til að gera vegna rangfærslna og óhróðri sem hafa birts í kjölfar fréttar.  Á einhvern furðulegan hátt koma samt bloggarar enn fram og lesa úr greinagerðinni lofsyrði um ofbeldi Gasp

Eins og bloggheimur getur verið góður þá er hér enn ein skuggahlið hans.   Þegar kemur að málum sem hafa áhrif á tilfinningar fólks og tengist einstaklingum undir lögaldri, þá vill umræðan þróast í múgæsingu og öfgafullar yfirlýsingar. Ég set því spurningu hvort eigi að leyfa fréttabloggfærslur þegar kemur að þannig málum.

Það er samt ávallt hættulegt þegar lokað er fyrir sumar fréttir en ekki aðrar.  En þegar fólk missir sig í umræðum þá býður það uppá þannig viðbrögð.

Upphaflega fréttin fannst mér vera þvílíkur uppblástur og gerð í æsifréttastíl.  Með framsetningu fréttar hjá blaðamanni dró hún fram það versta í mörgum bloggverjum.  Er víst verðlaunafréttamaður sem gerði hana GetLost


mbl.is Óvægin ummæli á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband