Skotgrafirnar eru á mörgum stöðum
27.4.2010 | 12:45
Skotgrafir flokka eru greinilega á mörgum stöðum innan þjóðfélagsins en ekki eingöngu innan alþingis.
Mjög gaman, eða hitt þó heldur, að fylgjast með svona 'baráttu' innan BÍ þar sem greinilegt er (frá mér séð) að hin mikla vinstri-mær og hennar 'cronies' notfæra sér efnahagsástandið og þá vantraust við allt sem tengist fjármálum til að draga úr trúverðuleika mótherja síns í formannsslagnum.
Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef enga hugmynd um stjórnmálaskoðun framkvæmdastjórans enda er þetta mun frekar gagnrýni á 'verðlaunablaðamannin' (sem ég hef gagnrýnt áður en þá vegna illa unninar fréttar sem 'nota-bene' sneri ekki að pólitík) og hennar nálgun í þessu máli.
Hennar pólitísku skoðanir eru vel þekktar þeim sem vilja komast að. Þær ættu í sjálfu sér að skipta litlu máli almennt. En þarna skín í gegn aðferðafræði samflokksmanna sem nota 'auðvalds' stimpilinn til að gera þá sem ekki fylgja skoðunum þeirra tortryggilega.
Gjörðir hennar og orð eru eins og að segja: "Ég vill bara vera viss um að hann hafi ekki stolið hlutnum eða svikið hann út, er ekkert að ásaka hann um þjófnað eða svik".
Hvernig er hægt að búast við "nýju Íslandi" þegar þjóðfélagið virðist ennþá sýkt af pólitískum skotgröfum og valdsýki.
Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einkennileg afstaða
5.3.2010 | 12:29
Þetta finnst mér mjög einkennileg afstaða hjá stjórnmálamönnum. Ég hélt í einfeldni minni að það væri skoðun stjórnmálamanns að fá sem flesta á kjörstað í kosningum, hverjar sem þær eru, til að fólk sýndi afstöðu. Ef maður hafi ekki skoðun á máli eða vildi ekki taka afstöðu þá væri skilað auðu.
Með þessari ákvörðun, að hundsa kosningarnar, hafa forystumenn ríkisstjórnar sett þrýsting á stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama. Hvaða skilaboð sendir þessi ákvörðun til Breta og Hollendinga ? Hvað þá ef kosningasókn á atkvæðagreiðslu sem nú fer fram verði slæm ?
Þó útkoma kosninganna sé auðvitað mikilvæg þá tel ég að það sé mun mikilvægara hvernig kjörsókn mun verða. Ef íslendingar sýna áhugaleysi á þessum kosningum þá gæti það gefið slæm skilaboð til útlanda og samningsaðila. Menn gætu túlkað þá sem ekki mættu sem stuðningsaðila sína og rengja útkomu.
Kjörsókn er því lykilatriði í þessum kosningum sem fara fram um helgina til að sýna samstöðu okkar íslendinga. Ég mun í það minnsta gera það og kjósa og hvet alla kjörbæra menn til að gera slíkt hið sama.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta það sem lá mest á ?
17.3.2009 | 16:04
Best að byrja á því að ég er ekki að koma að þessum málaflokki þar sem hann getur verið nokkuð eldfimur ef maður setur hluti ekki rétt fram eða orðar vitlaust.
Það sem ég set spurningu við er að komið er fram með hin og þessi mál hjá sitjandi ríkisstjórn sem koma fjarhagsvandamálum heimilanna og málum tengt bankahruninu ekkert við. Þó var það yfirlýst hjá þessari "reddinga-stjórn" að það væri það eina sem væri á oddinum en önnur mál gætu beðið þeirrar stjórnar sem sæti eftir kosningar, nema væru mál sem tengd væru samningum og samþykktum sem þegar voru á borðinu og ekki var hægt að bíða með ákvarðanir þeirra.
Þetta kannski veiðir einhver atkvæði.
Kaup á vændi verði refsivert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að blogga eða ekki
5.3.2009 | 18:00
Ég fyrirlít ofbeldi almennt, hvort sem er líkamlegt eða andlegt. Þarf víst að taka þetta það fram því sumir bloggarar telja allt sem tengist stuðningi við þessa yfirlýsingu móður drengsins vera samhengt við að dásama ofbeldi. Reyndar er sumt sem bloggarar hafa skrifað tengt þessu máli öllu (sem nota bene lýsa í leiðinni andstöðu við ofbeldi) hægt að taka sem andlegu ofbeldi í garð aðila sem tengjast málinu.
Móðirin hefur nú komið með greinagerð til að skýra mál sitt og tekur fram í greininni að hún sé gegn því ofbeldi sem átti sér stað í báðum tilfellum. Ég get ekki séð að hún sé að afsaka nokkurn mann heldur frekar að reyna skíra atburðarrás og finnst tilneydd til að gera vegna rangfærslna og óhróðri sem hafa birts í kjölfar fréttar. Á einhvern furðulegan hátt koma samt bloggarar enn fram og lesa úr greinagerðinni lofsyrði um ofbeldi
Eins og bloggheimur getur verið góður þá er hér enn ein skuggahlið hans. Þegar kemur að málum sem hafa áhrif á tilfinningar fólks og tengist einstaklingum undir lögaldri, þá vill umræðan þróast í múgæsingu og öfgafullar yfirlýsingar. Ég set því spurningu hvort eigi að leyfa fréttabloggfærslur þegar kemur að þannig málum.
Það er samt ávallt hættulegt þegar lokað er fyrir sumar fréttir en ekki aðrar. En þegar fólk missir sig í umræðum þá býður það uppá þannig viðbrögð.
Upphaflega fréttin fannst mér vera þvílíkur uppblástur og gerð í æsifréttastíl. Með framsetningu fréttar hjá blaðamanni dró hún fram það versta í mörgum bloggverjum. Er víst verðlaunafréttamaður sem gerði hana
Óvægin ummæli á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef einhverja von.
1.3.2009 | 19:15
Þó hún minnki með hverjum degi. Það styttist í "sögulegar" kosningar. Sögulegar ? Verður þetta ekki bara sama tuggan sem hefur verið í gangi frá því að íslendingar hafa kosið flokka.
Ég hef ávallt verið með mikla einföldun þegar kemur að vali á þeim flokki sem ég vill styðja í kosningum.
Mín hugsun hefur verið að þegar árað hefur vel hér á landi fjárhagslega og ríkið stendur vel í sínum fjármálabúskap, þá er tími vinstri manna að stjórna. Þeirra stefnuskrár miðast að fólki sem minna mega sín og koma þá með hluti til bjargar þeim ásamt því a sinna "mjúku" málunum. En einhvern veginn hafa þeir ekki nægilegt fjármálavit innan sinna flokkabanda til að halda utanum fjármál og í framhaldi fer allt á vonarvöl.
Þá er komið að hægri mönnum að taka til hendinni, snúa atburðarrásinni við og láta enda ná saman, enda sýnt að eru mun betri í að halda utanum fjármálahalla sem myndast við hin dýru "mjúku" mál. Þegar þeir loks ná utanum málin missa þeir sig og í framhaldi myndast ójöfnuður þar sem þeir sem fjármagn hafa verða ríkari en láglaunafólkið gleymist. Þá er aftur komi af vinstri stjórn.
Svona hringekja hefur verið í gangi, að mér sýnist, í áratugi.
En þegar samfó og íhaldið fóru saman nú síðast þá varð ég persónulega nokkuð sáttur því þar vonaðist ég að mjúku málin kæmust að en með einhverju aðhaldi. En svo virðist sem samfó varð bara að venjulegum hægri flokk og ójöfnuðurinn jókst.
Nú er svo komið að við íslendingar munum fá á okkur vinstri stjórn, hef enga trú á að íhaldið geri nokkuð í endurnýjun forustu sem geri það að verkum að fólk hefur enga trú á þeim, og það í alverstu fjármálakrísu sem Ísland hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Hvað verður um okkur þá ?
Flokksræðið er og verður alsráðandi um ókomna framtíð. Þjóðin tekur þátt í því á fullu og heldur lifandi. Hafa þegar dregið sig í fylkingar og talar með "sínum" flokk.
Við þörfnumst þess að ALLIR flokkar vinni saman í að leysa fjárhagsvanda landsins. Stjórnmálamenn hætti þessu eiginhagsmunapoti og hugsi utan flokksrammans. Komi með sameiginlega útlistun á breytingum í stjórnarfari landsins þannig að valdskipting sé sanngjörn og eðlileg en ekki í fárra manna höndum.
Vinstri - Hægri - Miðja
Það hreinlega kemur málinu bara ekkert við.
Við eigum að standa saman sem einn flokkur, ein þjóð, og sameiginlega vinna að því að leysa úr vandamálunum og gera Ísland að landi sem aðrar þjóðir myndu horfa öfundaraugum á.
En við erum bara svo föst í hrærigraut flokksræðisins að þetta að ofan er dæmt til að vera eingöngu "pipe-dream".
Enn og aftur, spennandi tímar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiga stjórnmálamenn að hafa sjálfstæða skoðun
24.2.2009 | 18:05
Ef marka má núverandi stjórn ásamt ansi mörgum bloggverjum þá er svarið nei. Þá sérstaklega ef það er gegn þeirra skoðun.
Persónulega hef ég ekki haft hátt álit á stjórnmálamönnum á síðustu árum því mér hefur fundist að hegðun og ákvarðanir margra þeirra byggist á persónulegum ávinningi innan flokka, eigin fjárhagslegri uppbyggingu eða vinsældarbrölti.
En þegar einn slíkur stígur fram með óvinsæla ákvörðun og gefur upp gilda ástæðu fyrir því (gilda að hans mati og hef ég enga ástæðu til að vantreysta henni) þá rjúka menn upp í gagnrýni á þá ákvörðun og oftar en ekki með fúkyrðum, hótunum ásamt ótrúlegum dónaskap.
Reyndar sérstakt að þegar sumir bloggverjar koma með blogg til stuðnings viðkomandi þingmanns, án þess að þeir séu að verja aðila Selabankans heldur frekar rétt þingmannsins til að hafa sjálfstæða skoðun, þá fljúga fúkyrðin á þá frá aðilum sem áður héldu því fram að nú væri kominn tími á eitthvað annað en flokksræði.
Ég segi fyrir mína parta að þegar stjórnmálamaður stígur fram í einhverju máli og lýsir yfir skoðun sinni með eða gegn því þvert á vilja síns flokks þá tek ég hatt minn ofan fyrir honum.
Reyndar er ég ekki hattamaður "but you get my drift".
Taugaveikluð ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 25.2.2009 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það falla grímur.
21.2.2009 | 17:46
Þegar mótmælin fóru af stað þá virtist sem fólk úr öllum samfélagsstigum og með mismunandi pólitíska hugsun komu saman til að sýna samstöðu gegn því óréttlæti og aðgerðaleysi sem var í gangi hjá stjórnvöldum og þeim sem höfðu áhrif á uppgjör vegna hrunsins.
Japl og þvaður fór loks í einhver alvöru mótmæli sem á stuttum tíma leiddi það af sér að annar stjórnmálaflokkurinn fór af taugum og flúði í faðm VG.
Mótmælin héldu áfram en það snarfækkaði í mótmælahópnum. Annað sem greinilegt er að bloggfærslur um mótmælafundina, um 'samstöðuna' sem fólk yrði að sýna, hurfu eins og dögg fyrir sólu. Fyrir stjórnarslit þá var ávallt aragrúi af færslum tengdar mótmælafundinum og atburðum dagsins en nú þegar ég rita voru einungis komnar 4. sem tengjast þeim sem voru í dag.
Það er því óhætt að álykta að meginþorri mótmælenda og skipuleggjendur þeirra tengdust stjórnmálaflokkum og þá sérstaklega vinstri væng þeirra. Bloggverjar sem helst rituðu með mótmælendum þaga nú í gagnrýni gegn stjórninni. Heyrist reyndar oft í þeim að tala um að 'gefa meiri tíma' og svona en ekki var nú þolinmæðin mikil í október eða síðan. Var þetta einungis plott hjá vinsti mönnum til að komast til valda ?
Þetta sýnir mér að bróðurpartur þjóðarinnar er enn fastur í sínu flokkabulli og á meðan það varir munu engar almennilegar lausnir á vanda okkar íslendinga birtast.
Hvernig viðrar í Kanada núna
Tuttugasti útifundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lituð yfirlýsing ?
26.1.2009 | 19:13
Ég get ekki tekið fyllilega undir þessari yfirlýsingu Radda Fólksins. Þar innan finnst mér ekki vera nægilega ígrunduð atriði og litast frekar af persónulegum skoðunum þeirra sem sitja í innsta hring.
Vona í það minnsta að séu fleiri en einn aðili sem kom að þessari yfirlýsingu.
Þau atriði sem ég fæ smá óbragð yfir ætla ég að telja hér upp:
"Ástæða sé til að benda á að fyrrverandi viðskiptaráðherra hafi séð sóma sinn í að axla pólitíska ábyrgð og viðurkenna þátt sinn í efnahagslegri óstjórn fráfarandi ríkisstjórnar en fyrrverandi forsætisráðherra hverfi frá völdum nauðugur viljugur, án þess að biðja þjóðina afsökunar á axarsköftum sínum."
Ég tel að Björgvin hafi vitað í hvað stefndi með slit stjórnarsamstarfsins. Hann er í innsta hring og þessi aðgerð hans mun líklega bjarga pólitískri framtíð hans. Þannig að tal um sóma er að mínu mati frekar fljótfærislegt að álykta. Pólitískur leikur var það fyrsta sem mér datt í hug og eftir atburði dagsins er ég enn frekar viss um að sé helsta ástæða afsagnar. Þó er aðgerð hans að hreinsa til í FME mjög góð, en hefði átt að gerast snemma í október.
Í setningu um fyrrverandi forsætisráðherra hefði gjarnan mátt spyrða við hana ISG ásamt öðrum ráðherrum. Þó Geir hafi verið í forsvari þá hefði gjarnan mátt minnast á þátt hinna. Þetta voru sameiginlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Allir innan hennar bera ábyrgð.
"Soldáninn á Svörtuloftum...........Hann hefur treyst á tangarhald sitt á fráfarandi forsætisráðherra og beitt siðleysi og blekkingum til að breiða yfir eigin valdníðslu og landráð."
Hvað var þetta Tangarhald á Geir ? Hvaða tangarhald ? Koma með eitthvað sem styður þessa fullyrðingu. Og síðan þessi setning um siðleysi, blekkingu, valdníðslu og landráð. Skín í gegn persónuleg óþökk á Davíð Oddssyni. Ég hefði trúað svona setningu á bónusfeðga í tengslum við meinta aðför hans á þeim en ég get ómögulega trúað að sé skoðun 80% þjóðarinnar. Ömurlegt að lesa þetta þarna inni og dregur stórlega úr minni trú á sanngirni og pólitísku hlutleysi Raddar Fólksins.
Ég get tekið undir skoðun þeirra sem telja að í forsvari Seðlabankans eigi að vera aðili sem ekki kemur úr stjórnmálum heldur einhver sem er valinn þar inn vegna reynslu og virðingar innan fjármálageirans. Einnig að endurskoða þurfi valdakerfi íslenska lýðveldisins frá grunni. Og ég vona að stjórnmálamennirnir komi sér úr sínum vinsældarkapphlaupagír og fari að koma með ákvarðanir sem hjálpa okkur íslendingum úr þeim vanda sem nú er og verður næstu mánuði.
Enn og aftur segi ég....spennandi tímar
Áfangasigrar í langri baráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 1.2.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðburðaríkir dagar.....
25.1.2009 | 15:44
.....og ekki sér fyrir endann á þeim.
Ég er nokkuð ánægður með þjóðina að þessu sinni. Það virðist að loks eru stjórnvöld að leggja við hlustirnar. Og það vegna þess að mótmælin "fóru úr böndunum" en erfitt er að sjá að hafi virkilega farið úr einhverjum böndum. Frekar að fólk sá að ræður og klapp niðrí miðbæ hafði lítil áhrif og breyttu aðferð mótmælanna. Í það minnsta frá mér séð fór skriða breytinga ekki af stað fyrr en eftir að mótmælaaðferð breyttist.
En ég er hræddur um að nú fara af stað tímar þar sem ákvarðanir og yfirlýsingar litast af undirbúningi og framboði vegna kosninga. Flestir stjórnmálamenn haga seglum eftir hvað er vinsælast hverju sinni. Koma ekki með tillögur til lausnar nema með óljósum setningum og frösum sem líklegt er að falli vel í kjósendurna.
Þingmenn VG hafa reyndar gert þetta nánast frá upphafi hrunsins. Enda með hegðun og yfirlýsingum hafa þeir flestir ekki gefið mér tiltrú á að þeim sé treyst fyrir nokkru. Standa þar Ögmundur og Steingrímur J. fremst. Ég tel að innan VG mætti fara fram hreinsun eins og háværar raddir innan hinna stóru flokkana heimta í sinni forystu.
Núna mættu mótmælin fara að snúast meira um að losa þjóðina við landráðamennina sem enn starfa innan fjármálageirans. Ég vill sjá árangur af rannsóknum sem hafa verið að sýna fram á föðurlandssvik hjá aðilum sem enn virðast geta gengið um frjálsir og eru enn að fela sín svik. Aðilar sem enn eru að flytja og fela fjármuni í erlendum ríkjum.
Eru virkilega engar reglur til sem gera ráðamönnum kleyft að frysta eignir hjá þessum aðilum á meðan rannsókn stendur yfir ?
Ég kalla einnig eftir lausnum á vanda þeirra sem eru að kikna undan skuldum. Öðrum lausnum en þeim sem gera þá einungis enn skuldugri þar sem lánið er fryst en höfuðstóll hækkar.
Viðburðarríkir dagar og verður spennandi að fylgjast með fréttum næstu daga. Vonandi verða breytingar til góðs og gefi þjóðinni tilefni til bjartsýni. Ekki veitir af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrirsjáanlegur atburður.
20.1.2009 | 21:42
Þar kom að því. Loks var búið að hita nægilega undir pottinum til að syði uppúr. Atburðurinn í dag við alþingishúsið var viðbúinn. Var fyrirsjáanlegur hverjum þeim sem vildi sjá. Í það minnsta kom hann mér ekki á óvart.
Það sem kom mér reyndar á óvart var stilling mótmælenda. Þá á ég auðvitað við heildina. Það er alls ekki óeðlilegt, hreint út sagt er það mannlegt, að einhverjir missi stjórn á aga sínum í svona stórum hópi. Jafnvel að hreinlega mæti á staðinn til þess eins að skapa glundroða.
Það er einnig vitað að börn og unglingar mæta þarna líka og innan þess hóps eru nokkur sem ekki hafa fullmótaðan þroska til að halda aftur af sér. Hugsanlega mættu einhverjir sem vit hafa meira gert tilraun til að stoppa þau af, hefur sennilega gerst, og koma þeim í skilning um að gera ekki einhvern óskunda sem gæti meitt aðra. En erfitt er að halda aftur af snöggum ungling sem skyndilega grípur til steins og kastar í sömu andrá.
Vatn á myllu þeirra mótmælenda mótmælanna sem einblína á steinkastara en horfa framhjá hinum almenna borgara sem mættur er á staðinn og jafnvel ástæðu mótmælanna.
Misjafn sauður er í hverju fé.
Og þar er lögreglan svo sannarlega ekki útundan. Það vita það allir að þar innanum eru menn sem haldnir eru skapofsa sem þeir ráða ekki við. Sá sem neitar því býr í einhverri útópíu, la-la landi eða í enn meiri firru. Stór hluti lögreglumanna hér á Íslandi myndu halda ró sinni þótt ýtt væri við þeim þúsund sinnum. En það eru þessir með stutta þráðinn sem gera ávallt illt verra.
Ýmsar sögur hafa borist af ógnvænlegu ofbeldi laganna varða þar sem kvenfólk og miðaldra menn urðu fyrir barðinu á kylfuberum sem virkilega reyndu að meiða þau. Fólk sem stóð í fjarlægð og var að fylgjast með en á leið í burtu. Áttu engan möguleika að flýja vel þjálfaða verði, sem 'nota bene' eiga einnig að verja þau, þeir hlupu þau uppi og börðu.
Ég vona innilega að fólk geri eins og lögreglustjórinn benti á í Kastljósi. Kæra ofbeldi lögreglumannanna. Hann sagði einnig í sama þætti að það ætti ekki að beina piparúðanum beint að vitum fólks. Það er röng aðferð sagði hann. Samt gerðu nokkrir laganna verðir þveröfugt. Kæra það líka. Það eru til myndir af þessu sem sýna hvar skapofsamennirnir innan lögreglunnar hreinlega miða á og sprauta í andlitið á fólki. Kæra en halda til haga öllum þeim gögnum sem og yfirlýsingum til haga í þeiri von að einhver dugnaðarforkur tekur sig til, safnar saman upplýsingunum og birti ef málin "týnast" í kerfinu.
Ég vona að loks vakni nú stjórnvöld og geri eitthvað í upplýsinga- og aðgerðaleysi sínu gegn því arðráni sem átt hefur sér stað. Þeim mun lengur sem þeir bíða með það þeim mun hættulegra verður ástandið. Ástand þar sem ég er hræddur um að sár augu eða blóðug höfuð verði talið smámál miðað við þau líkamlegu meiðsl sem koma úr því.
Já, það sauð uppúr pottinum. En er þá ekki kominn tími til að lækka á hitanum og taka lokið af ? Það kemur í ljós á næstu dögum en miðað við reynslu síðustu 100+ daga þá verður horft framhjá þessu, dæmt sem skrílslæti af veruleikafirrtu fólki, og mótmælin verða harðari.
Spennandi tímar
Bloggar | Breytt 25.1.2009 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)