Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Eiga stjórnmálamenn að hafa sjálfstæða skoðun

Ef marka má núverandi stjórn ásamt ansi mörgum bloggverjum þá er svarið nei.  Þá sérstaklega ef það er gegn þeirra skoðun.

Persónulega hef ég ekki haft hátt álit á stjórnmálamönnum á síðustu árum því mér hefur fundist að hegðun og ákvarðanir margra þeirra byggist á persónulegum ávinningi innan flokka, eigin fjárhagslegri uppbyggingu eða vinsældarbrölti.

En þegar einn slíkur stígur fram með óvinsæla ákvörðun og gefur upp gilda ástæðu fyrir því (gilda að hans mati og hef ég enga ástæðu til að vantreysta henni) þá rjúka menn upp í gagnrýni á þá ákvörðun og oftar en ekki með fúkyrðum, hótunum ásamt ótrúlegum dónaskap.

Reyndar sérstakt að þegar sumir bloggverjar koma með blogg til stuðnings viðkomandi þingmanns, án þess að þeir séu að verja aðila Selabankans heldur frekar rétt þingmannsins til að hafa sjálfstæða skoðun, þá fljúga fúkyrðin á þá frá aðilum sem áður héldu því fram að nú væri kominn tími á eitthvað annað en flokksræði.

Ég segi fyrir mína parta að þegar stjórnmálamaður stígur fram í einhverju máli og lýsir yfir skoðun sinni með eða gegn því þvert á vilja síns flokks þá tek ég hatt minn ofan fyrir honum.

Reyndar er ég ekki hattamaður "but you get my drift".


mbl.is Taugaveikluð ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það falla grímur.

Þegar mótmælin fóru af stað þá virtist sem fólk úr öllum samfélagsstigum og með mismunandi pólitíska hugsun komu saman til að sýna samstöðu gegn því óréttlæti og aðgerðaleysi sem var í gangi hjá stjórnvöldum og þeim sem höfðu áhrif á uppgjör vegna hrunsins.

Japl og þvaður fór loks í einhver alvöru mótmæli sem á stuttum tíma leiddi það af sér að annar stjórnmálaflokkurinn fór af taugum og flúði í faðm VG.

Mótmælin héldu áfram en það snarfækkaði í mótmælahópnum.  Annað sem greinilegt er að bloggfærslur um mótmælafundina,  um 'samstöðuna' sem fólk yrði að sýna, hurfu eins og dögg fyrir sólu.  Fyrir stjórnarslit þá var ávallt aragrúi af færslum tengdar mótmælafundinum og atburðum dagsins en nú þegar ég rita voru einungis komnar 4. sem tengjast þeim sem voru í dag.

Það er því óhætt að álykta að meginþorri mótmælenda og skipuleggjendur þeirra tengdust stjórnmálaflokkum og þá sérstaklega vinstri væng þeirra.  Bloggverjar sem helst rituðu með mótmælendum þaga nú í gagnrýni gegn stjórninni.  Heyrist reyndar oft í þeim að tala um að 'gefa meiri tíma' og svona en ekki var nú þolinmæðin mikil í október eða síðan.  Var þetta einungis plott hjá vinsti mönnum til að komast til valda ?

Þetta sýnir mér að bróðurpartur þjóðarinnar er enn fastur í sínu flokkabulli og á meðan það varir munu engar almennilegar lausnir á vanda okkar íslendinga birtast. 

Hvernig viðrar í Kanada núna GetLost

 


mbl.is Tuttugasti útifundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband