Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þegar tveir deila.....

....hefur þá aðeins einn rétt fyrir sér ?

Ég viðurkenni að hafa ekki sett mig inní þetta mál þegar það hófst.  En ég hef þó undanfarið aðeins lagt á mig að skoða það frá ýmsum hliðum.

Ég geri mér grein fyrir, ég hef nú fleiri en eina heilafrumu, að sá rekstrarhalli sem á embættið hefur bæst er vel skiljanlegur.  Aukin glæpatíðni á Suðurnesjum og í framhaldi sú vinna sem lögð var fram í að vinna á henni kostaði örugglega dágóðann skilding.

Það er því erfitt að sjá að það sé vegna kostnaðarauka sem þessi nýjasta útfærsla ríkisins og þá Björns er, með því að aðskilja embættin, því ef ég þekki stofnanir ríkisins rétt þá þarf við hvert nýtt embætti nýjan yfirmann, undirmann ásamt starfsfólki umhverfis stjórnendur.  Aukning mannforða hefur hingað til ekki verið til sparnaðar, í það minnsta samkvæmt mínum útreikningi.  Sem er reyndar ekki til að hrópa húrra fyrir ef teknar eru einkannir úr skóla.

Það er frá mér séð alveg greinilegt að Björn Bjarnarson er að framkvæma þessar breytingar að eigin geðþótta, reyndar hans hlutverk sem ráðherra að gera breytingar þar sem þess er þörf innan hans ráðuneyti, en þessi nýjasta ákvörðun ER hans útspil til að losa sig við Jóhann.

Eftirfarandi setning segir allt sem segja þarf um Björn og hans aðkomu í þessu máli, og ekki annað að sjá en að sé nett skot á Jóhann:

Óbeint er Björn að segja að Jóhann sé enn í fýlu vegna eigin launamissis sem átti sér stað við sameiningu embættanna 2007 og sé að einhverju leiti ástæða uppsagnar hans núna.  Í það minnsta skil ég þessa setningu þannig.

En það er víst hægt að lesa ýmislegt úr orðum og setningum.  Í það minnsta er það að sjá á svörum og mótsvörum í þessu máli öllu.  Þannig að það er hugsanlegt að þegar tveir deila þá hafa báðir rétt fyrir sér.

En ég verð samt að segja að frá mínum bæjardyrum séð þá kemst Jóhann með mun meiri reisn frá þessu máli öllu.  Í það minnsta hingað til.

e.s.

Vill samt hrósa Birni fyrir að halda úti bloggi um sín störf.


mbl.is Jóhann er toppmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neikvæðni

Í svona stóru bæjarfélagi þar sem einnig hefur fjölgað vegna gesta úr öðrum byggðarlögum, þá finnst mér "slagsmál og pústrar, en engin er alvarlega slasaður" ekki merkilegt.  Eða að eingöngu 4 hafi gist fangageymslur.  Ekkert verra heldur en venjulega helgi.

Ég skoðaði mbl.is í gærkveldi og sá enga frétt af Ljósanótt þar, né heldur í morgun, nema auðvitað þessa frétt sem reyndar var ekkert eyrnamerkt hátíðinni .

Hefði ég gjarnan viljað sjá einhverja umfjöllun um þá atburði sem tengdust dagskrá hátíðarinnar heldur en eitthvað svona, en verð víst að sætta mig við það að sumir fréttamenn hafa eingöngu áhuga á að fjalla um neikvæða hluti

Vil ég koma með smá viðbót á fréttina sem birtist á vef Víkurfrétta um sama hlut. Mjög keimlík og frétt mbl.is en áframhald er á greininni:

"Lögreglumenn voru mjög sýnilegir á hátíðarsvæðinu í gær, klæddir neonlitum vestum. Miðað við þann mikla fólksfjölda sem var við hátíðarhöldin við Ægissvið í gærkvöldi þá var óverulegur fjöldi með áfengi í hönd. Umræða sem og áskorun til foreldra og fjölskyldufólks um að gera hátíðina að fjölskylduvænni hátíð virðist vera að skila sér."

Fréttin í heild er hér: Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar

Hugsanlega liggur munurinn á að það er heimamaður sem skrifar fréttina á vef Víkurfrétta.


mbl.is Annríki hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband