Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Þau eru sérstök þessi tryggingafélög...

...varðandi bætur og smáaletrið.

Hef litla sögu af þeim þar sem aðili mér tengt lenti í því að myndavélataska, með Canon myndavél og linsum, "hvarf" innan komusals í Leifstöð.  Komst aðilinn ekki að því fyrr en farangri var tæmt var úr bifreið eftir heimkomu sem nota-bene var í tæplega 10 mínútna akstri frá flugstöð.  Síðasta minning af tösku var að hún var sett á handfang töskukerru í komusal. Var farangri rétt hent inná heimili og brunað til baka til að athuga hvort taskan væri enn óhreyfð eftir viðskil eða fjarlægð af öryggisvörðum.

 Hvorki tangur né tetur fannst af töskunni né innihaldi hennar af starfsmönnum í Leifstöð þrátt fyrir (að sögn)mikla skoðun og leit.

Hægt væri að byggja upp athyglisverðar umræður um hversu gott "eftirlitið" er í raun innan flugstöðvar því þrátt fyrir myndavélakerfi og upptökur því tengt sást ekkert sem gat leyst úr þeirri ráðgátu um hvað varð um töskuna þó eftir því væri leitað í nokkra sólarhringa eftir atburð.

 Aðilinn var tryggður gegnum bæði kort og sér tryggingu varðandi farangur þar sem sérstaklega var tilgreint myndavélar eða önnur tæki.  Til að byrja með var tilkynnt um þetta tap til þeirra aðila sem taskan var tryggð hjá.  Svar barst og óskað eftir útlistun á þeim hlutum sem voru í tösku ásamt því að tilkynna til lögreglu hvarfið sem var gert jafnóðum og samviskulega.  Leið og beið en ekkert heyrðist frá tryggingunum.  Þegar leitað var til þeirra varðandi stöðu mála þá kom bomban.

"Þú varst ekki lengur í ferðalagi þegar taskan tapaðist, þú varst komin til Íslands, og því ekki lengur undir skilmálum ferðatryggingar. Þess vegna færðu þetta ekki bætt"

"Óóóókey....en hérna...ég er með heimilistryggingu.  Bætir hún ekki svona tjón ?"

"Undir venjulegum aðstæðum já...en því miður nær hún eingöngu yfir tjón sem verður innanlands...þú varst tæknilega ekki komin til landsins fyrst þú varst enn í komusalnum þegar tapaðir töskunni"

Þannig að séð frá tryggingunum þá er til tómarúm á Íslandi þar sem fólk er algerlega undir eigin ábyrgð...aðspurðir þá hafa þeir ekki neina sérstaka tryggingu fyrir þetta umrædda svæði þar sem þú ert  hvorki staddur eður ei á landinu.

Þetta að ofan er einföld útgáfa af atvikum tengt máli, hafði tekið um 2 mánuði frá hvarfi tösku, en það endaði með uppgjöf hjá fyrrverandi eiganda tösku enda hafði farið tími og fyrirhöfn í málið.  Sá aðilinn ekki framá lausn án lögfræðiaðstoðar og fannst fyrirhöfnin né mögulegur kostnaður því tengt þess verður að standa í frekari pústrum vegna þessa.  Sem var líklegast það sem tryggingafélagið vonaðist eftir.

Þess má geta í lokin að undan þrýstingi færsluritara þá sagði aðilinn þó upp tryggingasamningi við tiltekna félagið og færði til annars...án hinna ýmsu tryggingarpakka sem líta vel út í bæklingum en væri í raun hægt að kalla féflettingu svo ekki sé tekið harðar til orða.


mbl.is Hefði hugsanlega fengið bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteisi kostar ekkert...

...en gefur ekkert nema gott af sér.

Mín reynsla af starfsfólki Spalar sem tekur við gjaldi hefur hingað til verið mjög góð, ekkert nema góðvild og kurteisi sem mætir manni, sama á hvaða tíma sólarhrings maður á ferð þar í gegn.

Sumt fólk er bara þannig innrætt að það finnur ávallt þörf á að skeyta skapi sínu á þann sem er næstur og oftar en ekki eru það persónur sem hafa ekkert með málið að gera né lítið sem ekkert sagt á móti vegna hættu á uppsögn. Dæmin eru endalaus og hef ég orðið vitni að fólki sem húðskammar starfsfólk við kassa í matvörubúð vegna hækkunar vöruverðs.

Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Gömul lífsspeki sem á vel þó mörg séu árin síðan voru rituð. Orð sem ansi margir mættu taka sér til fyrirmyndar.


mbl.is Sýna dónaskap og dólgshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband