Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Er þetta það sem lá mest á ?

Best að byrja á því að ég er ekki að koma að þessum málaflokki þar sem hann getur verið nokkuð eldfimur ef maður setur hluti ekki rétt fram eða orðar vitlaust.

Það sem ég set spurningu við er að komið er fram með hin og þessi mál hjá sitjandi ríkisstjórn sem koma fjarhagsvandamálum heimilanna og málum tengt bankahruninu ekkert við.  Þó var það yfirlýst hjá þessari "reddinga-stjórn" að það væri það eina sem væri á oddinum en önnur mál gætu beðið þeirrar stjórnar sem sæti eftir kosningar, nema væru mál sem tengd væru samningum og samþykktum sem þegar voru á borðinu og ekki var hægt að bíða með ákvarðanir þeirra.

Þetta kannski veiðir einhver atkvæði. Whistling

 


mbl.is Kaup á vændi verði refsivert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga eða ekki

Ég fyrirlít ofbeldi almennt, hvort sem er líkamlegt eða andlegt.  Þarf víst að taka þetta það fram því sumir bloggarar telja allt sem tengist stuðningi við þessa yfirlýsingu móður drengsins vera samhengt við að dásama ofbeldi.  Reyndar er sumt sem bloggarar hafa skrifað tengt þessu máli öllu (sem nota bene lýsa í leiðinni andstöðu við ofbeldi) hægt að taka sem andlegu ofbeldi í garð aðila sem tengjast málinu.

Móðirin hefur nú komið með greinagerð til að skýra mál sitt og tekur fram í greininni að hún sé gegn því ofbeldi sem átti sér stað í báðum tilfellum.  Ég get ekki séð að hún sé að afsaka nokkurn mann heldur frekar að reyna skíra atburðarrás og finnst tilneydd til að gera vegna rangfærslna og óhróðri sem hafa birts í kjölfar fréttar.  Á einhvern furðulegan hátt koma samt bloggarar enn fram og lesa úr greinagerðinni lofsyrði um ofbeldi Gasp

Eins og bloggheimur getur verið góður þá er hér enn ein skuggahlið hans.   Þegar kemur að málum sem hafa áhrif á tilfinningar fólks og tengist einstaklingum undir lögaldri, þá vill umræðan þróast í múgæsingu og öfgafullar yfirlýsingar. Ég set því spurningu hvort eigi að leyfa fréttabloggfærslur þegar kemur að þannig málum.

Það er samt ávallt hættulegt þegar lokað er fyrir sumar fréttir en ekki aðrar.  En þegar fólk missir sig í umræðum þá býður það uppá þannig viðbrögð.

Upphaflega fréttin fannst mér vera þvílíkur uppblástur og gerð í æsifréttastíl.  Með framsetningu fréttar hjá blaðamanni dró hún fram það versta í mörgum bloggverjum.  Er víst verðlaunafréttamaður sem gerði hana GetLost


mbl.is Óvægin ummæli á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef einhverja von.

Þó hún minnki með hverjum degi.  Það styttist í "sögulegar" kosningar.  Sögulegar ?  Verður þetta ekki bara sama tuggan sem hefur verið í gangi frá því að íslendingar hafa kosið flokka.

Ég hef ávallt verið með mikla einföldun þegar kemur að vali á þeim flokki sem ég vill styðja í kosningum.

Mín hugsun hefur verið að þegar árað hefur vel hér á landi fjárhagslega og ríkið stendur vel í sínum fjármálabúskap, þá er tími vinstri manna að stjórna.  Þeirra stefnuskrár miðast að fólki sem minna mega sín og koma þá með hluti til bjargar þeim ásamt því a sinna "mjúku" málunum.  En einhvern veginn hafa þeir ekki nægilegt fjármálavit innan sinna flokkabanda til að halda utanum fjármál og í framhaldi fer allt á vonarvöl.  

Þá er komið að hægri mönnum að taka til hendinni, snúa atburðarrásinni við og láta enda ná saman, enda sýnt að eru mun betri í að halda utanum fjármálahalla sem myndast við hin dýru "mjúku" mál.  Þegar þeir loks ná utanum málin missa þeir sig og í framhaldi myndast ójöfnuður þar sem þeir sem fjármagn hafa verða ríkari en láglaunafólkið gleymist.  Þá er aftur komi af vinstri stjórn.

Svona hringekja hefur verið í gangi, að mér sýnist, í áratugi.

En þegar samfó og íhaldið fóru saman nú síðast þá varð ég persónulega nokkuð sáttur því þar vonaðist ég að mjúku málin kæmust að en með einhverju aðhaldi.  En svo virðist sem samfó varð bara að venjulegum hægri flokk og ójöfnuðurinn jókst.

Nú er svo komið að við íslendingar munum fá á okkur vinstri stjórn, hef enga trú á að íhaldið geri nokkuð í endurnýjun forustu sem geri það að verkum að fólk hefur enga trú á þeim, og það í alverstu fjármálakrísu sem Ísland hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir.  Hvað verður um okkur þá ?

Flokksræðið er og verður alsráðandi um ókomna framtíð.  Þjóðin tekur þátt í því á fullu og heldur lifandi.  Hafa þegar dregið sig í fylkingar og talar með "sínum" flokk.

Við þörfnumst þess að ALLIR flokkar vinni saman í að leysa fjárhagsvanda landsins.  Stjórnmálamenn hætti þessu eiginhagsmunapoti og hugsi utan flokksrammans.  Komi með sameiginlega útlistun á breytingum í stjórnarfari landsins þannig að valdskipting sé sanngjörn og eðlileg en ekki í fárra manna höndum. 

Vinstri - Hægri - Miðja

Það hreinlega kemur málinu bara ekkert við.

Við eigum að standa saman sem einn flokkur, ein þjóð, og sameiginlega vinna að því að leysa úr vandamálunum og gera Ísland að landi sem aðrar þjóðir myndu horfa öfundaraugum á.

En við erum bara svo föst í hrærigraut flokksræðisins að þetta að ofan er dæmt til að vera eingöngu "pipe-dream".

Enn og aftur, spennandi tímar GetLost

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband