Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Hópslagsmálum ? Við skemmtistaði ?
30.11.2008 | 15:54
Er kannski eitthvað einfaldur en ég skil ekki fréttina alveg. Voru mörg hópslagsmál í gangi og þá staðsetningin við hina ýmsu skemmtistaði?
Ég smellti á þessa frétt og bjóst alveg eins við að allt hefði verið logandi í slagsmálum í miðbæ Reykjanesbæjar en þetta kemur bara út eins og einhverjir pústrar hafi orðið sem leystust mjög fljótt.
Síðan áttaði ég mig á að það var ekki verið að tala um Reykjanesbæ heldur bæjarfélagið "Suðurnes" sem ég kannast reyndar ekki við að sé til. Voru slagsmál þá út um öll Suðurnesin, í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum?
Engin "teljandi" meiðsli kemur síðan. Hvað er teljandi meiðsli. Svöðusár eða stoltmissir? Og dregur það ekki enn úr alvarleika slagsmálanna og þá fréttarinnar að engin meiðsl urðu, ef maður dregur þann skilning úr þessu?
Dæmi þetta því sem "ekki frétt" og alger óþarfi að birta hana nema betri upplýsingar fylgi henni.
edit:: Það hefur þó verið bætt úr með því að setja inn Reykjanesbæ. Það er þó gott
Hópslagsmál á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hátíðarræða ?
27.11.2008 | 12:15
Kannski slæmt orð yfir þá ræðu sem Katrín hélt á mótmælafundinum. Frekar tækifærisræða, til þess gerð að hún falli vel í þá mótmælendur sem á hlýddu.
Því meira sem fagnað var orðum ræðumanns því harðorðaðri varð hún og kemur með ýmsar misvaldar setningar. Í hita leiksins er ekki ólíklegt að hún missi sjónar á staðreyndum en þess í stað komi sterkt inn órökstudd mat hennar á aðstæðum séð frá tilfinningum.
Mjög skiljanlegt því fáir eru þeir íbúar landsins sem sitja rólegir yfir þeim aðstæðum sem hent hafa okkur íslendinga. Og ekki batnar ástandið við litla sem enga haldbæra upplýsingagjöf ásamt því að það virðist sem sama liðið innan fjármálageirans, sem kom okkur í þessa slæmu stöðu, sé þar enn að hræra í "nýja" pottinum og í leiðinni að skenkja sér og sínum bestu bitana.
Ég skil vel að nemar innan lagadeildar HR séu ekki ánægðir með athyglina sem Katrín og ræða hennar hefur fengið. Þó ég sé ekki lögfræðimenntaður þá var svo gríðarlega margt sem var í ræðu hennar "út úr kú" að það hálfa væri nóg og langt frá nokkru sem kallast getur lögfræðiálit.
Háskólinn í Reyjavík hefur minn stuðning í þessu máli öllu því eins og kemur fram í yfirlýsingu þeirra, þá er ræða Katrínar birt undir "HR-ingar í fjölmiðlum" og þar með ekkert óeðlilegt að á þennan atburð sé minnst og þá sérstaklega hennar hluti af honum.
Ræða Katrínar ekki tekin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáum kosningar, nýjan gjaldmiðil....
12.11.2008 | 13:17
...og meðan við stöndum í því af hverju ekki að stofna bara nýtt lýðræðisríki. Gefum Ísland upp á bátinn. Hugsanlega að brjóta upp landið í mörg smáríki og kalla síðan landið Bandaríki Íslands.
Ég skil ekki alveg hvað fólk er að hugsa í þessari skelfilegu aðstöðu sem Ísland er komið í. Trúandi því að útskipti á ráðamönnum eða upptaka annars gjaldmiðils muni snúa þessari stöðu við á augabragði, eins og staðan er akkúrat núna.
Heldur fólk virkilega að ástandið batni ef einhverjir aðrir innlendir stjórnmálamenn taki við stjórnartaumunum ? Að þeir hafi einhvern möguleika að gera eitthvað meira og betur ? Það er alls ekki á það bætandi við ástandið að rjúka í kosningar. Við vitum öll hvað fylgir svoleiðis ásamt því að kosning og umskipti stjórnsýslu fer ekki fram á einhverjum dögum heldur vikum og mánuðum.
Það virðist vera, samkvæmt mínu mati , að það sem er að grafa mest undan okkar þjóðfélagi eru þessir sparifjárreikningar í útlöndum og túlkun um hverjir beri ábyrgð á útborgun úr þeim. Á meðan ekki er leyst úr þeim vandamálum þá fáum við engan stuðning frá þeim löndum þar sem fólk hefur tapað fjárhæðum.
Og á meðan það er ekki gert þá eru hendur stjórnar Íslands, sama hver kæmi þar inn, bundnar. Mig grunar að fæstir vilji sjá að látið verði eftir kröfum breta og hollendinga sem myndu setja þjóð okkar í skuldbindingar til áratuga. Og ef gefið verður eftir þar þá fylgja hin löndin eftir með sömu kröfu.
Haldist í hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Segir meira um stjórnendurna...
7.11.2008 | 22:41
...og nota bene um útrásavíkingana. Þriðja dauðasyndin hefur hreinsað burt allt eðlilegt siðferði úr þessum mönnum og þeim var sama um starfsmenn og viðskiptavini.
Ætli víkingarnir gráti hvernig er komið fyrir íslensku þjóðinni um þessar mundir. Held að tilbiðsla þeirra á Mammon sé mun sterkari en nokkur sektarkennd yfir þeirra hlut á ástandi okkar um þessar mundir.
Einkennilegt samt að upplýsingafulltrúinn hafi ekki komið fyrr fram með þetta, þá sérstaklega áður en félagið fór opinberlega á hliðina. Hefði hugsanlega getað forðað einhverjum viðskiptavininum mikil vandræði.
Jæja, þá kom ég smá útloftun á mínu 'pirri' yfir ástandinu frá mér. Líður strax betur
Rekin fyrir að segja ekki ósatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)