Hátíðarræða ?
27.11.2008 | 12:15
Kannski slæmt orð yfir þá ræðu sem Katrín hélt á mótmælafundinum. Frekar tækifærisræða, til þess gerð að hún falli vel í þá mótmælendur sem á hlýddu.
Því meira sem fagnað var orðum ræðumanns því harðorðaðri varð hún og kemur með ýmsar misvaldar setningar. Í hita leiksins er ekki ólíklegt að hún missi sjónar á staðreyndum en þess í stað komi sterkt inn órökstudd mat hennar á aðstæðum séð frá tilfinningum.
Mjög skiljanlegt því fáir eru þeir íbúar landsins sem sitja rólegir yfir þeim aðstæðum sem hent hafa okkur íslendinga. Og ekki batnar ástandið við litla sem enga haldbæra upplýsingagjöf ásamt því að það virðist sem sama liðið innan fjármálageirans, sem kom okkur í þessa slæmu stöðu, sé þar enn að hræra í "nýja" pottinum og í leiðinni að skenkja sér og sínum bestu bitana.
Ég skil vel að nemar innan lagadeildar HR séu ekki ánægðir með athyglina sem Katrín og ræða hennar hefur fengið. Þó ég sé ekki lögfræðimenntaður þá var svo gríðarlega margt sem var í ræðu hennar "út úr kú" að það hálfa væri nóg og langt frá nokkru sem kallast getur lögfræðiálit.
Háskólinn í Reyjavík hefur minn stuðning í þessu máli öllu því eins og kemur fram í yfirlýsingu þeirra, þá er ræða Katrínar birt undir "HR-ingar í fjölmiðlum" og þar með ekkert óeðlilegt að á þennan atburð sé minnst og þá sérstaklega hennar hluti af honum.
Ræða Katrínar ekki tekin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.