Kurteisi kostar ekkert...

...en gefur ekkert nema gott af sér.

Mín reynsla af starfsfólki Spalar sem tekur við gjaldi hefur hingað til verið mjög góð, ekkert nema góðvild og kurteisi sem mætir manni, sama á hvaða tíma sólarhrings maður á ferð þar í gegn.

Sumt fólk er bara þannig innrætt að það finnur ávallt þörf á að skeyta skapi sínu á þann sem er næstur og oftar en ekki eru það persónur sem hafa ekkert með málið að gera né lítið sem ekkert sagt á móti vegna hættu á uppsögn. Dæmin eru endalaus og hef ég orðið vitni að fólki sem húðskammar starfsfólk við kassa í matvörubúð vegna hækkunar vöruverðs.

Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Gömul lífsspeki sem á vel þó mörg séu árin síðan voru rituð. Orð sem ansi margir mættu taka sér til fyrirmyndar.


mbl.is Sýna dónaskap og dólgshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég hef ekki verið á landinu undanfarin 2 ár en þar áður notaði ég göngin og keypti ávalt 10 miða kort og mín reynsla af fólkinu sem tekur við miðunum er ávalt góð
alltaf er sagt takk fyrir og góða ferð
hvað er hægt að byðja um meyra

Magnús Ágústsson, 11.6.2012 kl. 15:13

2 Smámynd: Ignito

Nákvæmlega Magnús, ekki hægt að biðja um nokkuð annað. Snögg og góð þjónusta með flottri þjónustulund :)

Ignito, 11.6.2012 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband