Tonnið ?!?

Ér búinn að vera í langri pásu af bloggi en fann mig verða að segja mitt í þetta sinn.

Þegar talað er um verð á olíu þá hef ég heyrt áður talað um verð á tunnu, sem í sjálfu sér er ekki einkennilegt sem slíkt og hef heyrt þá orðun ansi lengi og hjá öðrum þjóðum. Tunna tekur ákveðið magn í gallon sem er mælieining sem notuð er í nokkrum löndum fyrir vökva.  Auðvelt að umfæra.  En við greiðum samkvæmt lítra.  Eyðsla bíls er reiknuð samkvæmt lítra.  Hvað hefur heimsmarkaðsverð bensíns hækkað per lítra ?

En nú er komin viðbót á flækjuna og ekki hef ég heyrt eftirfarandi notað áður sem afsökun (rök ?) fyrir hækkun. Að "tonnið" hafi hækkað ! Tonnið ?!? Síðan hvenær hefur þyngd, og hvað þá svona mikil, verið notuð sem viðmið á hækkun á vökva? Er það kannski til að talan hljóði það sláandi há ? Hækkun um 44 dollara lítur betur út en mun lægri tala.

Það er auðvitað hægt að finna út hver hækkunin hefur verið úr þyngd í vökva með reikniaðferðum, nota eðlisþyngd olíu margfaldað með jari-jari-jar. Er ekki reikni-mæstró og skil þann hluta eftir til þess betri gerða menn.

En einhvern veginn finnst mér eins og þarna sé verið að flækja málin til að réttlæta hækkanir og þarna notað aðrar einingar til þess.

Og nú er svo komið að stjórnvöld eru orðin það háð tekjum sem skapast af skattheimtu eldsneytis að áhuginn fyrir nokkurs konar inngripi minnkar með hverri hækkun.


mbl.is Segir full rök fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En vissir þú það, að ein tunna frá Saudi-Arabíu breytist í 96000 tunnur í Wall Street?

Hann er merkilegur þessi verðbréfa markaður sem lifir sínu eigin lífi og svínar á raunveruleikanum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband