Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Hentistefna

Til að byrja með, þá skal ég fúslega viðurkenna að hafa kosið annan af þeim flokkum sem sitja við stjórnvöllinn.  En ástæða þess var í engu tengd aðildarviðræðum ESB heldur var það tengt fjármálum og atvinnuuppbyggingu.  Tel ég að stór hluti þeirra sem kusu þessa tilteknu flokka hafi haft sömu hluti sem fremstan í sinni ákvörðunartöku.

Það er því mjög pirrandi að lesa og heyra hina ýmsu þingmenn gera mér skoðanir og ástæður af mínu vali. 

Persónulega hef ég ekki gert upp hug minn varðandi ESB en var á árum áður frekar hlynntur.  Ástæða þess var að ég var komin með nóg af íslenskum stjórnmálamönnum og treysti mun frekar evrópskum skriffinnum heldur en eiginhagsmunapoti og sjálfumgleði fyrrnefndu.

 Vigdís Hauksdóttir og hennar skoðanabræður/systur eru farin að hjálpa ansi mikið til að þessi gamla skoðun mín sé að fá endurlífgun.


mbl.is ESB-stefnan var kosin burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband