Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
banki segist vilja "endurreisa"
29.9.2010 | 11:02
Er nokkur maður hissa á þessari hegðun hjá viðkomandi banka. Eru eingöngu að gera það sem aðrir bankar hafa verið að gera.
Aðkoma þeirra við þá sem þeir ekki þekkja né treysta (ert ekki JóBó-i) er þannig að skuldari skal borga hverja einustu krónu með vöxtum, verðbótum og þjónustugjöldum. Samningaferlið gengur eingöngu útá í hversu langan tíma skuldari mun greiða. Helst skal það vera þannig að það mun stöðugt berast greiðsla til bankans, hversu vel eða illa gengur í rekstri, í eins langan tíma og mögulega er hægt. Enda þannig búið að tryggja stöðuga innkomu til bankans til margra ára og jafnvel áratuga.
Í einhverjum tilfellum, eins og því sem lýst er í frétt, spyrna stjórnendur við og óska eftir leiðréttingu en ekki að samningar séu einhliða útfrá hagsmunum lánadrottins. Þá er fátt sem kemur til greina hjá bankanum en að koma stjórnendum frá. Koma sínum starfsmönnum í framhaldi inn til að reka félagið tímabundið. Fyrirtæki í rekstri er jú verðmætara en húsnæði með dauðaþögn þeirri sem fylgir lokaðri starfsemi. Að lokum fá "JóBó-ar" það í hendur á fínum afslætti því (frá augum bankans) eru það einu mennirnir sem hafa einhvern aur, þekkingu og vilja til að reka fyrirtæki. Ekki má gleyma því að þá munu "JóBó-arnir" halda áfram að skipta við bankann.
Að öllum líkindum hefðu bankamenn fengið svipað ef ekki meira inn með því að semja við upphaflegan skuldara og fellt niður hluta af stökkbreyttu lánunum. En það má ekki því annars koma aðrir í kjölfarið og heimta sömu meðferð.
Ég er ekki að segja að þetta sé vegna spillingar. Að mínu mati trúa stjórnendur bankanna algerlega og með frið á samviskunni að séu að gera rétt. En málið er að fyrringin hjá þeim er alger og er þeim fyrirmunað að horfa á heildarmyndina og forðast eignamynstur eins og var orðið fyrir hrun.
Þetta eru jú sömu mennirnir sem eru innanhús í bönkunum nú og voru þar í 2007 veislunni. Er kannski verið að dúkleggja fyrir aðra ? Hugsanlega...en líklegast með mun færri boðsgestum.
Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |