Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Bruðl...eða hvað

Menn hafa haft á orði undanfarin ár þvílíkt bruðl liggi í flugeldasýningum, hvort sem eru á viðburðum eins og getið er í frétt eða í einkasýningum sem eru tengdar áramótum.

"Taka bara 5 þúsund kallinn og brenna'nn"

En í þessu gleymist styrkurinn sem "bruðlinu" fylgir og fellur í flestum tilfellum í vasa björgunarsveita hér og þar um landið.  Ég gef mér að fólk viti í hvað sá peningur er notaður.

Ef dregið er úr framlögum eða þeim alfarið hætt þá hlýtur það að hafa áhrif á rekstur björgunarsveitanna til hins verra.

Ég er persónulega tvístíga í þessu máli en horfi þá á þetta útfrá því, að ef hætt yrði við viðkomandi sýningar, þá fái björgunarsveitirnar styrk í öðru formi.

Þó kemur það á vogarskálarnar að þarna fá fleiri eitthvað útúr styrknum og einnig að fátt er skemmtilegra en að sjá börn á öllum aldri horfa forviða á sjónarspilið með ánægjusvip.

Þetta er nú einn af fáu skemmtilegu hlutunum sem eftir eru til að njóta "frítt" á þessum síðustu og verstu.


mbl.is Fjármögnun flugeldasýninga á Menningar- og Ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband