Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Skotgrafirnar eru á mörgum stöðum
27.4.2010 | 12:45
Skotgrafir flokka eru greinilega á mörgum stöðum innan þjóðfélagsins en ekki eingöngu innan alþingis.
Mjög gaman, eða hitt þó heldur, að fylgjast með svona 'baráttu' innan BÍ þar sem greinilegt er (frá mér séð) að hin mikla vinstri-mær og hennar 'cronies' notfæra sér efnahagsástandið og þá vantraust við allt sem tengist fjármálum til að draga úr trúverðuleika mótherja síns í formannsslagnum.
Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef enga hugmynd um stjórnmálaskoðun framkvæmdastjórans enda er þetta mun frekar gagnrýni á 'verðlaunablaðamannin' (sem ég hef gagnrýnt áður en þá vegna illa unninar fréttar sem 'nota-bene' sneri ekki að pólitík) og hennar nálgun í þessu máli.
Hennar pólitísku skoðanir eru vel þekktar þeim sem vilja komast að. Þær ættu í sjálfu sér að skipta litlu máli almennt. En þarna skín í gegn aðferðafræði samflokksmanna sem nota 'auðvalds' stimpilinn til að gera þá sem ekki fylgja skoðunum þeirra tortryggilega.
Gjörðir hennar og orð eru eins og að segja: "Ég vill bara vera viss um að hann hafi ekki stolið hlutnum eða svikið hann út, er ekkert að ásaka hann um þjófnað eða svik".
Hvernig er hægt að búast við "nýju Íslandi" þegar þjóðfélagið virðist ennþá sýkt af pólitískum skotgröfum og valdsýki.
Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |