Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Einkennileg afstaða

Þetta finnst mér mjög einkennileg afstaða hjá stjórnmálamönnum.  Ég hélt í einfeldni minni að það væri skoðun stjórnmálamanns að fá sem flesta á kjörstað í kosningum, hverjar sem þær eru, til að fólk sýndi afstöðu.  Ef maður hafi ekki skoðun á máli eða vildi ekki taka afstöðu þá væri skilað auðu.

Með þessari ákvörðun, að hundsa kosningarnar, hafa forystumenn ríkisstjórnar sett þrýsting á stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama.  Hvaða skilaboð sendir þessi ákvörðun til Breta og Hollendinga ?  Hvað þá ef kosningasókn á atkvæðagreiðslu sem nú fer fram verði slæm ?

Þó útkoma kosninganna sé auðvitað mikilvæg þá tel ég að það sé mun mikilvægara hvernig kjörsókn mun verða.  Ef íslendingar sýna áhugaleysi á þessum kosningum þá gæti það gefið slæm skilaboð til útlanda og samningsaðila.  Menn gætu túlkað þá sem ekki mættu sem stuðningsaðila sína og rengja útkomu.

Kjörsókn er því lykilatriði í þessum kosningum sem fara fram um helgina til að sýna samstöðu okkar íslendinga.  Ég mun í það minnsta gera það og kjósa og hvet alla kjörbæra menn til að gera slíkt hið sama.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband