Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þarna er komin ástæðan fyrir hruni bankanna
20.10.2008 | 16:44
Í það minnsta ef menn horfa á þetta útfrá ósönnuðum samsæriskenningum.
Getur hugsanlega verið, að vegna dræms áhuga frá íslensku þingmönnum í september, þá hafi ESB og þau ríki innan þess tekið sig saman og hrint af stað atburðarrásinni með því að loka fyrir lánalínur til Íslands og íslenskra banka ? Tilgangurinn auðvitað að neyða okkur til viðræðna og aðildar. Og fá þá í leiðinni óheftan aðgang að fiskimiðunum og náttúrulegri orku.
Enda ef myndin af Olla er skoðuð þá er hann ansi ísmeygilegur á svipinn.
Langsótt en maður spyr sig. Þó tel ég persónulega að tilgangurinn hafi verið að draga okkur neðar í listanum yfir ánægðustu þjóðir heims. Þar höfum við verið öfundsverð til fjölda ára.
"Vill reyndar taka fram, svo gæti ekki misskilnings, að ofanritað er bull og þvæla og ætti alls ekki að taka alvarlega. Ef svo óheppilega vill til að skapi milliríkjadeilu vegna lélegrar þýðingar þá frábið ég að hafa nokkurn tíma skrifað eða hugsað þetta"
Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablogg | Breytt 12.12.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)