Það falla grímur.

Þegar mótmælin fóru af stað þá virtist sem fólk úr öllum samfélagsstigum og með mismunandi pólitíska hugsun komu saman til að sýna samstöðu gegn því óréttlæti og aðgerðaleysi sem var í gangi hjá stjórnvöldum og þeim sem höfðu áhrif á uppgjör vegna hrunsins.

Japl og þvaður fór loks í einhver alvöru mótmæli sem á stuttum tíma leiddi það af sér að annar stjórnmálaflokkurinn fór af taugum og flúði í faðm VG.

Mótmælin héldu áfram en það snarfækkaði í mótmælahópnum.  Annað sem greinilegt er að bloggfærslur um mótmælafundina,  um 'samstöðuna' sem fólk yrði að sýna, hurfu eins og dögg fyrir sólu.  Fyrir stjórnarslit þá var ávallt aragrúi af færslum tengdar mótmælafundinum og atburðum dagsins en nú þegar ég rita voru einungis komnar 4. sem tengjast þeim sem voru í dag.

Það er því óhætt að álykta að meginþorri mótmælenda og skipuleggjendur þeirra tengdust stjórnmálaflokkum og þá sérstaklega vinstri væng þeirra.  Bloggverjar sem helst rituðu með mótmælendum þaga nú í gagnrýni gegn stjórninni.  Heyrist reyndar oft í þeim að tala um að 'gefa meiri tíma' og svona en ekki var nú þolinmæðin mikil í október eða síðan.  Var þetta einungis plott hjá vinsti mönnum til að komast til valda ?

Þetta sýnir mér að bróðurpartur þjóðarinnar er enn fastur í sínu flokkabulli og á meðan það varir munu engar almennilegar lausnir á vanda okkar íslendinga birtast. 

Hvernig viðrar í Kanada núna GetLost

 


mbl.is Tuttugasti útifundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það renna á mann tvær grímur þegar óþekktir angar eins og Ignito setja sig í EH-stellingar. Ekki bara að maðurinn geti ekki skrifað undir skírnarnafni heldur er hann Man-U aðdáandi ofan í kaupið!

Nokkrar leiðréttingar á grímuleysinu.

1.  "fólk úr öllum samfélagsstigum og með mismunandi pólitíska hugsun". Samkvæmt skoðanakönnunum voru yfir 70% landsmanna sammála um að mótmæla. Flokksmenn voru þó áberandi flestir á móti með Geir Maybe í forystu.

2. "Mótmælin héldu áfram en það snarfækkaði í mótmælahópnum". Það dró líka mjög úr fjöldanum á Austurvelli í desember og náhirðin var þá líka fljót að hrapa að ályktunum.

3. "meginþorri mótmælenda og skipuleggjendur þeirra tengdust stjórnmálaflokkum og þá sérstaklega vinstri væng þeirra". Flokksmenn kunna klækina. Bara að ljúga nógu oft og nógu lengi, þá fer almenningur að trúa. Staðreyndin er hins vegar sú að forystumenn Radda fólksins tengjast ekki stjórnmálaflokkum og fundirnir á Austurvelli eru ekki flokkspólitískir.

4. "Þetta sýnir mér að bróðurpartur þjóðarinnar er enn fastur í sínu flokkabulli og á meðan það varir munu engar almennilegar lausnir á vanda okkar íslendinga birtast". Liðlega helmingur þjóðarinnar vantreystir öllum stjórnmálaflokkum - og það með réttu. Það er sannarlega kominn tími til að senda alla þingmenn í ótímabundið launalaust leyfi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér er nákvæmlega sama um fótbolta núorðið. Myndi þó sennilega halda með Manchester United eins og fyrrum ef ég tæki það upp hjá mér aftur að fylgjast með honum. En að alvörumálefnum!

Þú fullyrðir að: „Annað sem greinilegt er að bloggfærslur um mótmælafundina, um 'samstöðuna' sem fólk yrði að sýna, hurfu eins og dögg fyrir sólu.“ Þetta er bara alls ekki rétt hjá þér eins og þeir sem fylgjast vel með blogginu vita. Þessi ranga staðhæfing ber þess vegna áreiðanleika annars sem þú heldur fram hér að ofan best vitni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 20:58

3 identicon

Sko...hérna...nei heyrdu...bíddu nú vid...sko...thessi fundur sko...altså...thessi tharna fundur á austurvelli..sko.  Sko..tharna er fólk bara ad raeda málin...sko.  Sko..fólk gerir sér grein fyrir alvörunni sko.  Um ad gera ad tala um málin...já...og blogga um málin sko.  Ha...ert'ekki bara hress annars Ignito??....Eru menn bara ekki hressir!!??  HA?

Iccoco Marinetz (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Ignito

Vel uppsett svar frá þér Hilmar.  Auðvelt að lesa og þægileg uppsetning.  Þykir miður að hafa ekki svarað fyrr.

Best að taka þetta eftir röð.

1. Ég var mjög sammála því að mótmæla.  Reyndar lágu mínar ástæður ekki eingöngu að stjórninni og er hægt að sjá það á fyrri 'weblog' færslum mínum.  Annars skil ég ekki alveg hvert þú ert a fara með þessu því þarna er ég að tala um að mótmælendur 'virtust' vera úr öllum stigum þjóðfélagsins en þá auðvitað frá mér séð.

2. Erm....whaaat ?  Sérð það sjálfur, ef vilt gera það, muninn á milli desember og núna.

3.  "Það er því óhætt að álykta"...Þú veist vonandi hvað ályktun er. Og er þetta mín ályktun.  Það er eitt að vera andlit mótmælenda og annað að nýta sér það andlit í eigin þágu.

 4. Sammála.

Síðan eitt svona auka:

"Ekki bara að maðurinn geti ekki skrifað undir skírnarnafni heldur er hann Man-U aðdáandi ofan í kaupið!"...Það er skylda á mbl.is að gefa upp skírnarnafn ef maður tengir við fréttir.  Getur fundið upplýsingar undir höfund.  Annars yrði tenging fjarlægð.  Svo það fylgi líka þá held ég með Liverpool og hef gert frá barnsbeini.

Rakel, ég hef verið þokkalega duglegur að lesa bloggið.  Það er hluti af ástæðu þess að mér fannst það athyglisvert hversu fáir tóku sig til og blogguðu um þessi mótmæli í dag. Þá er ég að tala um þetta 'fréttablogg'.  Fjórar færslur eftir þennan fund í dag (þegar ég skrifa) en áður þá þurfti að 'scrolla' þvílíkt þegar maður smellti á 'fleiri'.

Iccoco, heh jamms.  Gott mál og ég er ekki að tala á móti mótmælunum.  Ræða málin er bara hið besta mál.  Hress   Auddað, ávallt hress

Úff, þetta er orðið pínu langt hjá mér.  En jæja....vona að hafi skýrt eitthvað.

Ignito, 22.2.2009 kl. 00:10

5 identicon

Það falla grímur, Hörður Albertsson Sanders.

1. "Annars skil ég ekki alveg hvert þú ert a fara með þessu því þarna er ég að tala um að mótmælendur 'virtust' vera úr öllum stigum þjóðfélagsins en þá auðvitað frá mér séð." Það sem ég var að fara var að benda á að þeir einu sem virtust vera sáttir við ástandið (samkvæmt skoðanakönnunum) voru Flokksmenn Geirs Maybe.

2.  "Erm....whaaat ?  Sérð það sjálfur, ef vilt gera það, muninn á milli desember og núna". Andardráttur almennings rís og hnígur. Það dró úr fjöldanum á Austurvelli í desember í undanfara jóla og það dró aftur úr fjöldanum eftir að minnihlutamartröðin tók við. Fólk er einfaldlega að taka stöðuna og meta aðgerðir/aðgerðaleysið á þingi.

3.  "Það er því óhætt að álykta"...Þú veist vonandi hvað ályktun er. Og er þetta mín ályktun." Ég er einfaldlega að segja þér að þessi ályktun þín er röng. Skipuleggendur mótmælanna á Austurvelli tengjast ekki stjórnmálaflokkum, hvorki til vinstri né hægri. Reyndar tel ég nauðsynlegt fyrir þjóðina að koma upp úr pólitísku skotgröfunum og sameinast um nýtt lýðveldi þar sem flokksræðinu verður hent á öskuhauga sögunnar.

4. "Sammála". Sammála því að við séum sammála.

Síðan eitt svona auka: Ég tel tíma til kominn að bloggverjar losni undan óværu nafnlausa pennahyskisins sem virðist fá útrás við að níða skóinn af samborgurunum í skjóli nafnleyndar. Þetta fúllynda pakk á að fá sömu aðför að lögum og aðrir ofbeldismenn. Sjálfur hef ég skýra stefnu að svara ekki þessum hugleysingjum, en þú ert undantekningin á reglunni, Hörður Albertsson Sanders, þar sem þú hefur gengist við nafni og viðurkennir að vera ekki ManU aðdáandi

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 09:51

6 Smámynd: Ignito

1. Mér fannst reyndar skína í gegn hjá þorra þeirra sem voru á móti mómælunum að vera öfga-hægri menn og mat það samkvæmt riti þeirra tengt mótmælunum.  Átta mig nú á hvert þú varst að fara með þessu.

2.  Þetta er möguleiki, að fólk hafi tekið skref aftur á bak og sé að meta stöðuna, og er gott innlegg í umræðuna.  Þó held ég í þann grun minn að ástæða fækkunar liggi að stórum hluta í að takmarki margra þeirra sem mættu hafi verið náð.  Nú sé búið að koma sínum mönnum að.

3. Er tengt ofangreindu.  Ég veit alveg að HT og hans fólk hafa afneitað nokkrum pólitískum tengslum.  Ég hefði mátt orða þetta öðruvísi í upphaflegu færslunni því meiningin var ávallt sú sem ég kom inná í svari mínu.  Að aðilar nýttu sér mótmælin í pólitískum tilgangi og það skipulega.

Það virðist því vera sem flokkshollustan sé rótgróin okkar samfélagi  sem í framhaldi verði afleiða þess að vandamál þeirra sem lent hafa verst í ástandinu verði leyst á skinsamlegan og réttlátan hátt.

Maður heldur þó í vonina að breyting verði á, en get tæplega verið bjartsýnn miðað við hvernig umræðan í þjóðfélaginu er þessa stundina.

Ignito, 22.2.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband