Svona er og hefur Ísland verið...
3.9.2014 | 20:33
....síðust áratugi. Það er ávallt bætt inn einhverjum "tækninýjungum" sem eiga að auðvelda lífið og kosta "ekki neitt". Spurning hvenær þetta verður réttlætt með setningunni "Kostnaður sem fylgir auðkenniskortinu er ekki nema um 30 krónur á dag".
Persónulega finnst mér óeðlilegt að ekki sé í boði önnur aðferð í sammþykktaferlinu en einhver vara sem einkafyrirtæki er að selja. En að mínu mati er þetta sambærilegt við það sem er að gerast í hinum hraðfleyga útsendingaheimi sjónvarps þar sem þú þarft að gerast áskrifandi hjá einkafyrirtæki til að eiga möguleyka á að sjá útsendingar RÚV sem þú nota bene greiðir einnig skatt fyrir.
En enginn segir neitt. Menn opna "rafræna" veskið og borga sáttir.
Rafræn skilríki nauðsynleg í leiðréttingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1: af hverju er einusinni "skráningaferli?"
2: vissulega er þetta óeðlilegt, en, í einu orði: spilling. Hún er landlæg og óháð flokkum.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2014 kl. 22:53
Þetta er náttúrulega algerlega óforsvaranlegt að ætla mönnum að greiða á annan tug þúsunda tilað fá þessa fyrirgreiðslu sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt.
Minnir óþægilega á Nígerísku svikaplottin þar sem saklaust fólk er gabbað tilað senda smá upphæð út til að losa um "lottóvinninga" eða eitthvert álíka bull sem að á þarna úti en þarf smá aur til að "losa um". Svo dugar hún ekki og þá þarf að senda smá í viðbót .
Ætli hugmyndin sé kannski fengin þaðan.
Landfari, 4.9.2014 kl. 15:42
Auðkenni er einkafyrirtæki sem bankarnir eiga, svo það bætist en við hagnaðartölur þeirra.
Þekkið þið einhvern sem er að nota rafrænu skilríkin á debetkortunum?
Tölur um fjölda útgefina gæti staðist en "virk" skilríki eru innan við 100
Þegn (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 18:47
Fyndið að tala um rafræn skilríki á GSM sem örugg
þegar Netbankarnir treysta þeim ekki
og einungis hægt að nota þau til innskráninga á þjónustuvef Símans
sem reyndar á líka hlut í Auðkenni
GSM (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 19:18
Auðvitað er þetta spilling. Íslendingar virðast vera orðnir samdauna þessu svo enginn deplar auga. Því miður.
Hörður Þórðarson, 4.9.2014 kl. 20:10
En staðrindinn er samnt sú að þetta kerfi er búið að vera til í rúm 5 ár og það er búið að vera að hóta því að þetta muni gerast síðustu 5 ár, þetta á ekki að koma neinum á óvart. það skiptir engu máli hver á auðkenni, það eru til alþjóðlegir staðlar um rafrænaundirritum opinbera gagna og veflykillin er ekki nóg.
pjakkur (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.