Er þessi frétt sönn ?

Þessi borgarastyrjöld er hrikaleg. Og þá sérstaklega þegar horft er til þeirra aðila sem eru helstu fórnarlömb almennt í styrjöldum. Saklausir borgarar.

Ég rita þetta þó ekki útfrá skoðun minni á þeirri styrjöld sem geisir í Sýrlandi. Hef heldur ekki nægilegar upplýsingar til að byggja skoðun á.

En færslan snýr að upplýsingagjöfinni.

Fjölmiðlar hafa í nokkrum mæli (tala nokkuð frjálslega um nokkurn) verið notaðir til að hafa áhrif á almenna skoðun í allt öðrum tilgangi en að flytja okkur staðreindir. Við höfum nú ekki farið varhluta af því hér á okkar skeri og nægir að nefna nýliðnar forsetakosningar.

Hagsmunaaðilar geta stýrt umræðu asni vel, að ég tali ekki um ef vel skipulagt og hagsmunir þeim mun stærri. Samkvæmt mínum skilningi eru hagsmunir tengt þessum átökum ansi stórir og koma þar að áhrifamestu þjóðir heims. Án þess að leggja í mikla vinnu til að kanna áreiðanleika frétta tengt þessum átökum þá hef ég séð ansi mikið sem setur spurningamerki við fréttaflutning sem berst frá þessu landsvæði. Sem dæmi þá las ég frétt um fjöldagröf á Sýrlandi. Mynd sem notuð var til staðfestingar var gömul, hafði birst áður, og var frá átökunum í Írak.

Tilkynning um atburð þann sem frétt fjallar um kemur frá "SYRIAN OBSERVATORY FOR HUMAN RIGHTS" (skammstafað SOHR), samtök undir forystu eins manns staðsett á heimili hans í Coventry á Englandi . Hefur hann ávallt verið hallur undir uppreisnarmenn og hefur ekkert leynt því. En hversu trúverðugar eru þá fréttir sem berast frá honum ? Ekki fylgir neitt til staðfestingar þessari tilteknu frétt, bara tikynning frá þessum samtökum, en samt lendir frétt sem aðal frétt.

Eins og kem að snemma, þá hef ég ekki sterka skoðun á þessum átökum sem slíkum, veit ekki hvor er "góði kallinn" enda hef ekki aðgang að þannig upplýsingum. En er það ekki mergur málsins. Það er trúverðugleiki þeirra upplýsinga sem eru lagðar fyrir augu manns.


mbl.is Handtóku og myrtu tugi ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Starbuck

Fínn pistill.  Mér finnst líklegast að þessi frétt sé uppspuni frá rótum.  Mér finnst afar ólíklegt að stjórnarherinn sé að myrða saklausa borgara að ástæðulausu þegar allt slíkt er notað á Vesturlöndum sem réttlæting fyrir íhlutun og jafnvel árásir vestrænna herja á landið. 

Hver er "góði kallinn"?  Það er örugglega hvorugur aðilinn algóður en örugglega hefði verið betra fyrir sýrlensku þjóðina ef þessi uppreisn hefði ekki byrjað.  Almenningur hafði það bara fínt, a.m.k. í borgunum áður en þessi læti byrjuðu (http://mbl.is/frettir/innlent/2012/08/01/sart_ad_horfa_upp_a_astandid/) en nú er hætt við að það verði upplausnarástand næstu árin líkt og í Írak.

Eitt er þó víst og það er að ást á lýðræði, frelsi og mannréttindum er ekki það sem liggur að baki stuðningi Vesturlanda við uppreisnina, þetta er spurning um pólitík - yfirráð yfir auðlindum og landsvæðum.  Stuðningur Bandaríkjanna við afturhaldsharðstjórnina í Sádí-Arabíu sannar að þeir vilja bara hafa stjórnarherra sem eru undirgefnir þeim, burtséð frá því hvaða aðferðir eru notaðar til að stjórna. 

Í þessu stríði, eins og í öllum stríðum, er sannleikurinn fyrsta fórnarlambið.  Við höfum fengið margar fréttir frá Sýrlandi sem eru í besta falli hálfsannleikur og orðalagið sem notað er er alls ekki hlutlaust heldur er stöðugt verið að reyna að búa til þá mynd að uppreisnarmennirnir séu "góðu kallarnir" og Assad og félagar hreinræktuð illmenni.   Fjölmiðlarnir eru þannig markvisst notaðir sem áróðurstæki af hagsmunaaðilum til að hafa áhrif á skoðanir fjöldans. 

Starbuck, 2.8.2012 kl. 13:41

2 identicon

Vondu kallarnir brendu sig hraustlega, þagar þeir sendu NATO árásarherinn inn í Líbýu. Ég les í erlendum blöðum , að þar er verið að myrða almenna borgara hvern einasta dag og enn þann dag í dag og aldrei koma neinar fréttir um það í " PK fréttamilum sumra landa".

Þið hafið báðir rétt fyrir ykkur um fréttaflutninginn frá Sýrlandi - Áróður og lýgi og ekkert annað.

Það vita allir sem vilja vita að uppreisnarmenn eru allir Al-Kæta lið ( að vísu í ólíkum flokkum), meira og minna stutt af USA og þeirra fylgifiskum.

Ef einhverjir eru tvöfaldir í röðinu í þessum heimi, þá eru það ameríkönsk stjórnvöld.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband