Að blogga eða ekki

Ég fyrirlít ofbeldi almennt, hvort sem er líkamlegt eða andlegt.  Þarf víst að taka þetta það fram því sumir bloggarar telja allt sem tengist stuðningi við þessa yfirlýsingu móður drengsins vera samhengt við að dásama ofbeldi.  Reyndar er sumt sem bloggarar hafa skrifað tengt þessu máli öllu (sem nota bene lýsa í leiðinni andstöðu við ofbeldi) hægt að taka sem andlegu ofbeldi í garð aðila sem tengjast málinu.

Móðirin hefur nú komið með greinagerð til að skýra mál sitt og tekur fram í greininni að hún sé gegn því ofbeldi sem átti sér stað í báðum tilfellum.  Ég get ekki séð að hún sé að afsaka nokkurn mann heldur frekar að reyna skíra atburðarrás og finnst tilneydd til að gera vegna rangfærslna og óhróðri sem hafa birts í kjölfar fréttar.  Á einhvern furðulegan hátt koma samt bloggarar enn fram og lesa úr greinagerðinni lofsyrði um ofbeldi Gasp

Eins og bloggheimur getur verið góður þá er hér enn ein skuggahlið hans.   Þegar kemur að málum sem hafa áhrif á tilfinningar fólks og tengist einstaklingum undir lögaldri, þá vill umræðan þróast í múgæsingu og öfgafullar yfirlýsingar. Ég set því spurningu hvort eigi að leyfa fréttabloggfærslur þegar kemur að þannig málum.

Það er samt ávallt hættulegt þegar lokað er fyrir sumar fréttir en ekki aðrar.  En þegar fólk missir sig í umræðum þá býður það uppá þannig viðbrögð.

Upphaflega fréttin fannst mér vera þvílíkur uppblástur og gerð í æsifréttastíl.  Með framsetningu fréttar hjá blaðamanni dró hún fram það versta í mörgum bloggverjum.  Er víst verðlaunafréttamaður sem gerði hana GetLost


mbl.is Óvægin ummæli á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ignito

Þakka þér fyrir innlitið og ekki síður kommentið

Ignito, 5.3.2009 kl. 18:52

2 identicon

Vonandi erum við þá að upplifa það að bloggheimar séu að slíta barnsskónum, og umræðan muni þokast á hærra plan í framhaldi af einmitt svona fréttum og ýktum viðbrögðum. Eða er ég of bjartsýn?

Ágústa (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband