Lituð yfirlýsing ?

Ég get ekki tekið fyllilega undir þessari yfirlýsingu Radda Fólksins.  Þar innan finnst mér ekki vera nægilega ígrunduð atriði og litast frekar af persónulegum skoðunum þeirra sem sitja í innsta hring.

Vona í það minnsta að séu fleiri en einn aðili sem kom að þessari yfirlýsingu.

Þau atriði sem ég fæ smá óbragð yfir ætla ég að telja hér upp:

"Ástæða sé til að benda á að fyrrverandi viðskiptaráðherra hafi séð sóma sinn í að axla pólitíska ábyrgð og viðurkenna þátt sinn í efnahagslegri óstjórn fráfarandi ríkisstjórnar en fyrrverandi forsætisráðherra hverfi frá völdum nauðugur viljugur, án þess að biðja þjóðina afsökunar á axarsköftum sínum."

Ég tel að Björgvin hafi vitað í hvað stefndi með slit stjórnarsamstarfsins.  Hann er í innsta hring og þessi aðgerð hans mun líklega bjarga pólitískri framtíð hans.  Þannig að tal um sóma er að mínu mati frekar fljótfærislegt að álykta.  Pólitískur leikur var það fyrsta sem mér datt í hug og eftir atburði dagsins er ég enn frekar viss um að sé helsta ástæða afsagnar.  Þó er aðgerð hans að hreinsa til í FME mjög góð, en hefði átt að gerast snemma í október.

Í setningu um fyrrverandi forsætisráðherra  hefði gjarnan mátt spyrða við hana ISG ásamt öðrum ráðherrum.  Þó Geir hafi verið í forsvari þá hefði gjarnan mátt minnast á þátt hinna.  Þetta voru sameiginlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.  Allir innan hennar bera ábyrgð.

"Soldáninn á Svörtuloftum...........Hann hefur treyst á tangarhald sitt á fráfarandi forsætisráðherra og beitt siðleysi og blekkingum til að breiða yfir eigin valdníðslu og landráð."

Hvað var þetta Shocking  Tangarhald á Geir ?  Hvaða tangarhald ?  Koma með eitthvað sem styður þessa fullyrðingu.  Og síðan þessi setning um siðleysi, blekkingu, valdníðslu og landráð.  Skín í gegn persónuleg óþökk á Davíð Oddssyni.  Ég hefði trúað svona setningu á bónusfeðga í tengslum við meinta aðför hans á þeim en ég get ómögulega trúað að sé skoðun 80% þjóðarinnar.  Ömurlegt að lesa þetta þarna inni og dregur stórlega úr minni trú á sanngirni og pólitísku hlutleysi Raddar Fólksins.

Ég get tekið undir skoðun þeirra sem telja að í forsvari Seðlabankans eigi að vera aðili sem ekki kemur úr stjórnmálum heldur einhver sem er valinn þar inn vegna reynslu og virðingar innan fjármálageirans.  Einnig að endurskoða þurfi valdakerfi íslenska lýðveldisins frá grunni.  Og ég vona að stjórnmálamennirnir komi sér úr sínum vinsældarkapphlaupagír og fari að koma með ákvarðanir sem hjálpa okkur íslendingum úr þeim vanda sem nú er og verður næstu mánuði.

Enn og aftur segi ég....spennandi tímar GetLost


mbl.is Áfangasigrar í langri baráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband