Fáum kosningar, nýjan gjaldmiðil....

...og meðan við stöndum í því af hverju ekki að stofna bara nýtt lýðræðisríki.  Gefum Ísland upp á bátinn.  Hugsanlega að brjóta upp landið í mörg smáríki og kalla síðan landið Bandaríki Íslands.

Ég skil ekki alveg hvað fólk er að hugsa í þessari skelfilegu aðstöðu sem Ísland er komið í.  Trúandi því að útskipti á ráðamönnum eða upptaka annars gjaldmiðils muni snúa þessari stöðu við á augabragði, eins og staðan er akkúrat núna.

Heldur fólk virkilega að ástandið batni ef einhverjir aðrir innlendir stjórnmálamenn taki við stjórnartaumunum ? Að þeir hafi einhvern möguleika að gera eitthvað meira og betur ? Það er alls ekki á það bætandi við ástandið að rjúka í kosningar.  Við vitum öll hvað fylgir svoleiðis ásamt því að kosning og umskipti stjórnsýslu fer ekki fram á einhverjum dögum heldur vikum og mánuðum.

Það virðist vera, samkvæmt mínu mati , að það sem er að grafa mest undan okkar þjóðfélagi eru þessir sparifjárreikningar í útlöndum og túlkun um hverjir beri ábyrgð á útborgun úr þeim.  Á meðan ekki er leyst úr þeim vandamálum þá fáum við engan stuðning frá þeim löndum þar sem fólk hefur tapað fjárhæðum.

Og á meðan það er ekki gert þá eru hendur stjórnar Íslands, sama hver kæmi þar inn, bundnar.  Mig grunar að fæstir vilji sjá að látið verði eftir kröfum breta og hollendinga sem myndu setja þjóð okkar í skuldbindingar til áratuga.  Og ef gefið verður eftir þar þá fylgja hin löndin eftir með sömu kröfu.


mbl.is Haldist í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það myndi auka trúverðugleika okkar erlendis ef liðinu sem klúðraði svona illilega málum yrði skipt út.

Og svo er líka minni hætta á að menn vinni duglega í því að fela eigin klúður ef skipt verður út.  

 Að ekki sé minnst á að það verður að hafa einhverjar afleiðingar fyrir fólk í ábyrgðarstöðum ef það fokkar málunum svona illilega upp!!  Ég meina HALLÓ!!!!  

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Ignito

Ég er alveg sammála með að þetta lið sem 'fokkaði' upp og safnaði að sér erlendum lánum á kjörprís, hirti endalaust peninga inná safnreikninga án þess að vera seinna borgunarmenn fyrir því, séu dregnir til ábyrgðar.

Hvað þá þeir sem veðjuðu á að íslenska krónan myndi falla og græddu stór upphæðir á því.  Glæpsamlegt og er ekkert annað en landráð.

Ríkið svaf einnig á verðinum þó erfitt sé að horfa á einhvern ákveðinn stjórnmála-skrípókall í því.  Það eru embættismennirnir sem áttu að sjá um eftirlitið og löggjafinn átti að semja almennileg lög fyrir þá til að svona gæti ekki gerst.  Alþingi og þá allir flokkar þar inni áttu að standa sig betur í að semja lögin og þá þeir aðilar sem fengnir voru til umsagnar.

En með hin atriðin, þá er ég orðinn þreyttur á þessu skyndilausnarliði með eintómar fullyrðingar um hvað leysi þessi mál.  Rignir inn allskins bulli.

Sem dæmi þá kom tölvupóstur til mín  þar sem fólk var hvatt að mæta á þennan fund í dag, og í honum kom fram að OECD teldi æskilegast að stjórnin segði af sér.  OECD !!!  Ef þeir kæmu með svona tilkynningu þá væri það stórfrétt.  Ég tékkaði sérstaklega á þessari fullyrðingu á netinu og það var ekki stafur um þetta.  

Verðum því að vera sammála um að vera ósammála með útskiptingu stjórnarinnar.

Ástæða skoðunnar minnar er sú að ég tel að það séu ansi fáir stjórnmálamenn sem myndu raðast inná lista flokkana sem ættu ekki einhvern hlut að máli.  Hvort heldur með vina-, fjölskyldu- eða sjálfstengingu við þessar fjármálastofnanir.

Mín reynsla sem venjulegur borgari hér á landi hefur verið sú að það er sama undir flestum stjórnmálamönnunum á klakanum, oftast eru það bakstungumennirnir og eiginhagsmunaseggirnir sem raðast efst á flokkalistana og komast í áhrifastöður.  Alveg sama hvaða flokkur á í hlut.

Og þá er ekki við því að búast að nokkur breyting verði við þá vinnu að leysa úr vandanum, sem 'nota bene' yrði að hefja uppá nýtt, og tefja nokkurs konar lausnir um marga mánuði.

Ignito, 12.11.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband