Neikvæðni

Í svona stóru bæjarfélagi þar sem einnig hefur fjölgað vegna gesta úr öðrum byggðarlögum, þá finnst mér "slagsmál og pústrar, en engin er alvarlega slasaður" ekki merkilegt.  Eða að eingöngu 4 hafi gist fangageymslur.  Ekkert verra heldur en venjulega helgi.

Ég skoðaði mbl.is í gærkveldi og sá enga frétt af Ljósanótt þar, né heldur í morgun, nema auðvitað þessa frétt sem reyndar var ekkert eyrnamerkt hátíðinni .

Hefði ég gjarnan viljað sjá einhverja umfjöllun um þá atburði sem tengdust dagskrá hátíðarinnar heldur en eitthvað svona, en verð víst að sætta mig við það að sumir fréttamenn hafa eingöngu áhuga á að fjalla um neikvæða hluti

Vil ég koma með smá viðbót á fréttina sem birtist á vef Víkurfrétta um sama hlut. Mjög keimlík og frétt mbl.is en áframhald er á greininni:

"Lögreglumenn voru mjög sýnilegir á hátíðarsvæðinu í gær, klæddir neonlitum vestum. Miðað við þann mikla fólksfjölda sem var við hátíðarhöldin við Ægissvið í gærkvöldi þá var óverulegur fjöldi með áfengi í hönd. Umræða sem og áskorun til foreldra og fjölskyldufólks um að gera hátíðina að fjölskylduvænni hátíð virðist vera að skila sér."

Fréttin í heild er hér: Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar

Hugsanlega liggur munurinn á að það er heimamaður sem skrifar fréttina á vef Víkurfrétta.


mbl.is Annríki hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög sammála þér, ótrúlegt hvað fréttamenn íslands nú til dags eru hrifnir af neikvæðu efni.

Get ekki séð hvernig þessi helgi er eitthvað frábrugðin öðrum helgum í rvk. t.d. eða öðrum útvistahátíðum. Eina sem verið er að gera í svona fréttum er að fá slæma dóma á hátíðina í stað þess að lýsa einnig hvað kvöldið heppnaðist vel þrátt fyrir þessu smávægis vandræði.

Arnar (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband